Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 31
að og að nema beri burt úr henni öll þau ákvæði sem samræmast ekki þingræðisreglunni. Þingræði byggir á því að allt vald sé með þjóðinni og að þjóðkjörin fulltrúasamkoma sé æðsta valdastofnun þjóðarinnar. Að vísu mætti segja sem svo, að af reglunni um að allt vald sé með þjóðinni leiði ekki endilega að það vald skuli fengið þingi í hendur, það mætti fela það t.d. einum manni, sem væri þá þjóðkjörinn einræðis- herra. En með því væri verið að hverfa aftur til einveldishugmynda, sem eru löngu úreltar í Evrópu, a.m.k. ef þessi alvaldur á að hafa heim- ild til að stjórna án samráðs við vilja þings. Þingræðisreglan felur í sér að ríkisstjórn verður að stjórna í samræmi við vilja meirihluta þings. Því er orðalagið „þingbundin stjórn“ ónákvæmt. Þar ætti að standa þingstjórn, eins og Björn Þórðarson lögmaður og forsætisráðherra benti á við umræður um stjórnarskrármálið á Alþingi árið 1944. Þetta þýðir það að þingið eitt ákveður hvað eru lög í landinu og þingið eitt ákveð- ur hverjir skulu sitja í ríkisstjórn. Af þessu leiðir þá það, að Alþingi eitt fer með löggjafarvald, og þjóðhöfðingi (forseti) á engan þátt í því. Hann á því að hafa nákvæmlega ekkert synjunarvald, enga heimild til að gefa út bráðabirgðalög, og enga heimild til að rjúfa Alþingi. Hann ákveður heldur ekki hverjir sitja í ríkisstjórn, heldur þingið. Allt sem brýtur í bága við þetta ber að strika út úr þingræðisstjórnarskrá. Samt lætur stj órnarskrárnefnd það frá sér fara að Alþingi og forseti fari með löggjafarvald (2. gr.). Nefndin virðist taka alvarlega orðalagið að for- seti skipi ráðherra og veiti þeim lausn, þ.e. að forseti geti skipað utan- þingsstjórn, sem þó skal njóta hlutleysis eða stuðnings meiri hluta Al- þingis. (15. gr. — 13. gr.). Þingræðisreglan er hér ekki áréttuð eins og haldið er fram í grgr. Þingræðisreglan segir þingstjórn og ekkert ann- að. Þjóðhöfðingi í þingræðisríki er ekki vararíkisvald (Reservemacht). Þá er því orðalagi haldið í 23. gr. (áður 24. gr.) að forseti geti rofið Alþingi, en nú er fellt niður það ákvæði sem áður var að forseti gat stjórnað þinglaust í allt að 8 mánuði. Orðalag þetta er óheppilegt því að samkvæmt hefð táknar þingrof það að þjóðhöfðingi rekur þing heim og ákveður sjálfur hvernig stjórna skuli. Það er þó í áttina að í gr. stendur að samþykki Alþingis sé áskilið fyrir þingrofi. Þá er það furðu- legt að í 24. 'gr. er enn gert ráð fyrir að forseti fari með takmarkað synjunarvald. Hann getur neitað að staðfesta lög og vísað þeim til þjóðaratkvæðis. Ekkert ákvæði er um það, svo sem er í núverandi stjórnarskrá, hvort lögin taki samt sem áður gildi eða ekki, meðan þjóðaratkvæði fer fram. Og í 26. gr. er enn gert ráð fyrir að forseti geti gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Helzta breytingin er sú, að brbl. skuli lögð fyrir næsta þing í upphafi þess. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.