Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 34
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.: UM MÁLSKOSTNAÐ í EINKAMÁLUM — EINKUM MEÐ HLIÐSJÓN AF VERÐBÓLGU Einn er sá þáttur nær allra einkamála, sem að mínu áliti hefur ekki hlotið þá fræðilegu umfjöllun, sem honum ber. Hér á ég við dóma um málskostnað úr hendi annars aðila dómsmálsins í hendur hins. Þessi hluti dómsmálanna er þó engu ómerkari en aðrir hlutar þeirra. Hér er um að ræða spurningu um peningagreiðslu frá öðrum aðila til hins, þ.e. a.s. sams konar álitamál og mikill meiri hluti allra dómsmála fjallar um. Engu að síður er það svo, að lögmenn virðast einatt veigra sér við að reifa þennan þátt málanna sem skyldi. 1 þessu felst einhvers konar feimni eða jafnvel tepruskapur. Sennilega stendur hann í sambandi við, að krafan um málskostnað á milli aðila snertir að nokkru leyti gjald- töku lögmannsins sjálfs fyrir störf sín, þó að úrlausn dómara um þetta efni sé sjaldnast ákvarðandi þar um, nema í gjafvarnar- og gjafsóknar- málum. Og mér hefur einnig virzt að dómarar hugi heldur ekki alltaf nægilega að dómum sínum um þessi efni. Sennilega stafar það að nokkru leyti af því, að lögmennirnir hafa ekki reifað nægilega lagasj ónarmið um málskostnaðarkröfurnar. NOKKRAR MEGINREGLUR UM MÁLSKOSTNAÐ Um málskostnað er fjallað í XII. kafla laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Er í 1. mgr. 175 gr. tiltekið hvaða kostnaður skuli teljast til málskostnaðarins. Vert er að árétta, að hér er auðvitað átt við málskostnað, sem til greina kemur að dæma á milli aðila dómsmáls. I því samhengi, sem gildir í þessum hugleiðingum mínum, má greina málskostnaðinn skv. 1. mgr., 175. gr. í tvo meginhluta: a) Ýmsan tilkostnað, sem málsaðili þarf að leggja út fyrir dómtöku máls, svo sem matskostnað, kostnað við stefnubirtingu og réttargjöld. b) Þóknun til lögmannsins, sem málflutninginn annast. Sú þóknun fellur undir 7. tl., 1. mgr. 175. gr., þar sem segir, að til málskostnaðar 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.