Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 35
teljist „kostnaður af flutningi málsins beinlínis, hæfilega metinn eða eftir samningi aðila.“ Þá meginreglu er að finna í 1. mgr. 177. gr. einkamálalaganna, að sá sem máli tapar í öllu verulegu, skuli dæmdur til að greiða gágnaðila sínum málskostnað. 1 þessari reglu felst visst skaðleysissjónarmið, á þá leið að „sigurvegari“ máls eigi að fá málskostnað sinn greiddan úr hendi gagnaðila. Reglan sætir reyndar nokkrum undantekningum og tak- mörkunum. T.d. getur dómari skv. 178. gr. skipt málskostnaði milli að- ila eða látið hann falla niður með öllu, ef vei'uleg vafaatriði eru í máli. Og með hliðsjón af fyrrgreindum 7. tl. 1. mgr. 175. gr. verður að telja, að dómara beri að meta, hver sé hæfileg fjárhæð málflutningsþóknunar þeirrar, er hann dæmir öðrum málaðila úr hendi hins. Þetta þýðir, að ekki er nóg, að málsaðili sanni fyrir dómara, hve háa málflutningsþókn- un hann þurfi í raun og veru að greiða lögmanni sínum. Hafi aðilinn samþykkt að greiða hærri þóknun en „hæfilég“ telst, getur hann að- eins fengið gagnaðilann dæmdan til að greiða sér þann hluta þóknunar- innar, sem dómarinn telur hæfilegan. Að því er varðar 7. tl. i.f. skal því skotið hér inn, að það er áreiðanlega afar sjaldgæft að málsaðilar semji um kostnað af málflutningi. ÞYÐING LÁGMARKSGJALDSKRÁR L.M.F.I. Islenskir lögmenn taka gjald af skjólstæðingum sínum eftir reglum lágmarksgjaldskrár LMFl, nema þeir hafi löglega samið um annars konar gjaldtöku. I skránni eru reglur um gjaldtöku fyrir margvísleg störf lögmanna og þar á meðal fyrir málflutningsstörf. Gjaldskrá þessi Eins og frá er sagt á öðrum stað í þessu hefti, héldu Lögmannafélag íslands og Dómarafélag íslands málþing 4. júní s.l. um „Verðbólguna og lögin“. Grein sú eftir Jón Steinar Gunnlaugs- son, er hér birtist, er byggð á framsöguerindi hans á málþinginu. Fyrst eru settar fram nokkr- ar almennar athugasemdir, en þá rætt um gjald- skrá lögmanna. Síðan er fjallað um áhrif verð- bólgu á höfuðstól krafna, kröfur vegna útlagðs kostnaðar og loks á kröfur til dæmds máls- kostnaðar. 89

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.