Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 36
á stoð í 10. gr. samþykkta fyrir LMFÍ, en samþykktirnar hljóta jafnan staðfestingu dómsmálaráðhen’a skv. 7. gr. laga nr. 61/1942 um mál- flytj endur. Þýðing lágmarksgjaldskrárinnar er að vera grundvöllur samnings lög- mannsins við skjólstæðing sinn um gjaldtöku. Reglur gjaldskrárinnar um málflutningsþóknun eru í meginatriðum þær, að fyrir málflutnings- störf skuli lögmaður fá greitt ákveðið grunngjald og síðan gjald, sem ákveðst sem stiglækkandi hlutfall af verðmæti þeirra hagsmuna sem stefnt er um. Kveðið er á um, að reikna beri málflutningslaunin af sam- anlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta, og einnig, að málskostnaður skuli frá dómsuppsögu bera þá dráttarvexti, sem Seðlabanki Islands ákveði af skuldum utan innlánsstofnana á hverjum tíma. Vísast um þessi efni til 5. gr. gjaldskrárinnar. Reglan um að miða málflutningslaun við verð- mæti hagsmuna á sér lagastoð í 2. mgr., 2. gr. lága nr. 61/1942 þar sem segir: „Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanni er rétt að áskilja sér hæfi- legt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðal hluta af fjárhæð máls, og hærra endurgjald, ef mál vinnst, en ef það tapast.“ Algengt er, að í dómsmálum sé gerð krafa um greiðslu málskostnað- ar skv. gjaldskrá LMFl. Með kröfugerð af þessu tagi er málsaðili í raun og veru að segja, að hann hafi ráðið sér lögmann til málarekstursins fyrir sína hönd og að sá lögmaður muni taka þóknun eftir gjaldskránni. Og með því að gágnaðilanum beri að halda sér skaðlausum af máls- kostnaðinum, eigi að dæma hann til greiðslu málskostnaðar eftir skránni. Þegar dómarinn tekur afstöðu til málskostnaðarkröfunnar (í tilviki þar sem hann dæmir „fullan“ málskostnað skv. 1. mgr. 177. gr. eml.), er hann auðvitað ekki bundinn af gjaldskránni eins og í henni fælist bindandi samningur milli málsaðilanna um málskostnaðinn. Raunar má einnig benda á, að nokkuð önnur sjónarmið geta komið til greina, þeg- ar gjaldskránni er beitt milli aðila, heldur en milli aðila og lögmanns hans. Þannig er það t.d. svo, þegar dómari tekur hluta af stefnukröfu til greina, að ekki kemur til greina, að hann dæmi málskostnað úr hendi stefnda af þeim hluta stefnukröfunnar, sem hann hafnar. Hér gilda stundum önnur sjónarmið varðandi uppgjör milli lögmanns stefnanda við stefnanda. Með þessum frávikum ber dómaranum sjálfsagt að leggja reglur gjaldskrárinnar til grundvallar dómi sínum, ef hann telur málflutnings- þóknun skv. henni „hæfilega metinn“ sbr. 7. tl. 1. mgr. 175 gr. eml. Með öðrum orðurn sýnist dómari þurfa að taka þá afstöðu beinlínis, að þókn- un skv. gjaldskrá sé óhæfilega há til að geta lækkað hana í tilvikum, 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.