Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Blaðsíða 40
VEXTIR Á MÁLSKOSTNAÐ Loks var nefnt það vandamál varðandi málskostnaðinn, að verðmæti fjárhæðar hans rýrnar í verðbólgunni eftir að dómur, sem fastsetur fjárhæðina, er kveðinn upp. Þessu tel ég að mæta eigi með dráttarvöxt- um á málskosnaðarfjárhæðina frá dómsuppsögu til greiðsludags eða hugsanlega frá þeim tíma er dómurinn verður aðfararhæfur og til greiðsludags. Krafan um málskostnaðinn er eins og hver önnur pen- ingakrafa, og hlýtur að bera dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags, rétt eins og aðrar slíkar kröfur. Sú skoðun hefur heyrst, að dómur um þetta eigi ekki heima í aðal- málinu, þar sem málskostnaður sé ekki gjaldfallin við dómsuppsöguna. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að dómurinn eigi heima í aðalmálinu. Kemur þar í fyrsta lagi það til, að krafan um málskostnaðinn er í sjálfu sér „gjaldfallin" fyrir dómsuppsöguna, þó að fjárhæð hennar sé ekki endanlega ákveðin, fyrr en þá. Og í annan stað, ef menn vilja halda sig við að krafan „gjaldfalli“ fyrst eftir dómsuppsöguna, getur ekkert verið at- hugavert við að dæma vexti frá gjalddaganum til framtíðar. Ekki reyn- ir þá á skylduna til vaxtagreiðslu, ef greitt er strax. Og ekki verður held- ur séð, að dómur um þetta sé réttarfarslega frábrugðinn dómi um greiðslu peningakröfu með vöxtum „til greiðsludags“, þ.e. fyrir tímabil, sem ekki er liðið við uppsögu dóms. Það skal einnig nefnt, að auk efnis- röksemda mæla hagkvæmnisástæður mjög með að dæma þetta strax í aðalmálinu, þar sem að öðrum kosti þarf að höfða nýtt dómsmál til greiðslu þessara dráttarvaxta. Tek ég fram í þessu samhengi, að ég tel ekki að gera megi kröfu um þessa vexti í fógetarétti við aðför, nema kveðið sé á um greiðslu þeirra í dómsorðinu. Aðförin fer fram til fulln- ustu á dómsorðinu, og verður varla talið, að fógeti megi gera aðför fyrir vöxtum, sem ekki er bein aðfararheimild fyrir, þó að þeir séu fyrir tíma- bil eftir dómsuppsögu. Niðurstöður mínar eru þær, svo sem ég hefi rakið, að unnt sé að óbreyttum lögum að bregðast að verulegu leyti við hinum sérstöku máls- kostnaðarvandamálum, sem verðbólgan veldur. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.