Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 43
Stjórn Lögmannafélags íslands 1982-83, taliö frá vinstri: Skúli J. Pálmason (meðstjórnandi), Jón Steinar Gunnlaugsson (vara-formaður), Jóhann H. Níelsson (formaður), Garðar Garðars- son (ritari), Þórður S. Gunnarsson (gjaldkeri) og Hafþór Ingi Jónsson framkv.stjóri félagsins. Gjaldskrárnefndin hefur fengið alls 22 erindi til ályktunar, þar af 17 frá 14 lögmönnum og 5 erindi bárust nefndinni frá stjórn félagsins. Hefur nefnd- in afgreitt öll þessi mál. Þeim mönnum, sem setið hafa í ofangreidum nefnd- um, voru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Einnig stjórn námssjóðs L.M.F.Í., sem komið hefur nokkrum sinnum saman til að sinna umsóknum um styrki úr sjóðnum. í upphafi starfsársins var skipuð sérstök tölvunefnd á vegum félagsins. í henni áttu sæti Helgi V. Jónsson hrl., Jónas A. Aðalsteinsson hrl., og Baldur Guðlaugsson hrl. Fékkvnefndin fyrst það verkefni að kanna, hvort L.M.F.Í. skyldi taka upp tölvuþjónustu íyrir lögmenn. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að ekki þurfi að koma til sérstök tölvustarfsemi á vegum félagsins íyrir lög- menn, nema þá e.t.v. síðar ( sambandi við upplýsingasöfnun á lagasviði (data- banki). Nefndinni var síðan falið að halda áfram störfum og þá fyrst og fremst að vinna að söfnun upplýsinga og leggja fram lýsingu á þörfum lögmanns- skrifstofa fyrir tölvur. í febrúar lagði nefndin fram lýsingu á innhoimtukerfi fyrir lögmannsstofu. Á grundvelli þessarar lýsingar var síðan leitað eftir til- boðum frá fjölmörgum tölvufyrirtækjum í hugbúnað og veiðeigandi vélbúnað. Þessi mál voru því næst kynnt á félagsfundi hinn 17. mars s.l. Búist hafði verið við góðri fundarsókn, þar sem tölvumálin hafa verið í brennidepli und- anfarið og margir lögmenn lýst sig áhugasama. Urðu því nokkur vonbrigði að einungis 20 lögmenn sáu sér fært að mæta á þessum fundi. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir starfi tölvunefndar og frammi lá lýsing nefndarinnar á innheimtukerfi fyrir lögmannsstofur. Tæknilegur ráðgjafi nefndarinnar, Jak- 97

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.