Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Page 44
ob Sigurðsson, svaraði ýmsum íyrirspurnum og gerði nokkra grein fyrir þeim tilboðum, sem borist höfðu í hug- og vélbúnað. Afstaða stjórnarinnar til þess- ara mála er sú, að nú hafi verið sinnt nauðsynlegu undirbúningsstarfi innan félagsins og að rétt sé að áhugasamir félagsmenn taki við. Þeim standi þá til boða gögn þau, er tölvunefndin hefur safnað, og nokkur grein hefur verið gerð fyrir hér. Stjórnin mun þannig ekki hafa frekari bein afskipti af þessum málaflokki að sinni. Nú kemur reglulega út á um 2ja mánaða fresti Fréttabréf á vegum félagsins. Í því birtist efni, er varðar lögmenn sérstaklega, t.d. úrskurðir og álitsgerðir stjórnarinnar, sem talið er að hafi almennt gildi fyrir lögmenn. Fréttabréfið í þessu formi er góður tengiliður félagsins við hinn almenna félagsmann og sjálfsagt að halda útgáfu þess áfram. Húsnæðið að Álftamýri 9 hefur að sjálfsögðu gert félagsstarf auðveldara. S.l. haust var gengið frá hluta kjallara og er þar nú hin vistlegasta fundaaðstaða. í nóvember og fram í desember fór þar fram sveitakeppni [ bridge og í janú- ar var haldið skákmót L.M.F.Í. Nýlokið er tvimenningskeppni í bridge. Þessi starfsemi hefur mælst vel fyrir hjá lögmönnum. Það hefur lengi verið Ijóst, að lögmönnum, eins og öðrum sérmenntuðum aðilum, er þörf á endurmenntun. Lögmenn vinna vandsöm og ábyrgðarmikil störf, og nauðsyn ber til að menn fylgist vel með og bæti við þekkingu sína. Áður hafa vissulega verið haldnar hinar merkustu námsstefnur á vegum fé- lagsins, en nýja húsnæðið gerir félaginu kleift að færa út kvíarnar í þessum efnum. í nóvember s.l. stjórnuðu þeir Helgi V. Jónsson, hrl., og Skúli Pálsson hrl., námskeiði í skattarétti við góðar undirtektir félagsmanna. Námskeið í vátrygg- ingarétti undir umsjón Arnljóts Björnssonar prófessors var haldið í mars og apríl. Á vegum L.M.F.Í. var efnt til námsferðar til Kaupmannahafnar í mars 1982. Var sú ferð fjölmenn og þótti takast mjög vel. I maí s.l. var önnur námsferð farin til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Washington og New York. Um 30 lögmenn tóku þátt f ferðinni, þar af sumir með maka. Störf stjórnarinnar hafa verið með líku sniði og undanfarin ár. Á þessu starfsári hafa þó verið gerðar tilraunir með aukið félagsstarf, eins og rakið hefur verið. Undirtektir félagsmanna hafa verið góðar. Kaup félagsins á Álftamýri 9 og ráðning framkvæmdastjóra f fullu starfi hafa að sjálfsögðu breytt allri aðstöðu stjórnarinnar og möguleikar á aukinni þjónustu við félagsmenn hafa stóraukist. Þrátt fyrir aukin umsvif og kostnað, sem þeim hefur fylgt, verður að telja að hagur félagsins sé allgóður. Jóhann H. Níelsson, hrl., baðst undan endurkosningu, en ( stað hans var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. kosinn formaður. Garðar Garðarsson hdl. vék úr stjórninni. Auk formanns eiga nú sæti í stjórninni Skúli J. Pálmason hrl., Þórður S. Gunnarsson hrl., Hallgrímur B. Geirsson hdl. og Gísli Baldur Garð- arsson hdl. Jóhann H. Níelsson 98

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.