Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Qupperneq 54
Frá Lögfræftingsifélagi íslands SKÝRSLA FORMANNS Á AÐALFUNDI 16. DESEMBER 1982 Síðasti aðalfundur var haldinn 17. des. 1981 og voru þá kjörin í stjórn auk mín, Guðrún Erlendsdóttir varaformaður, Baldur Guðlaugsson, Logi Guð- brandsson, Ólöf Pétursdóttir, Pétur Kr. Hafstein og Þorgeir örlygsson. Á fyrsta stjórnarfundi 30. desember var Pétur Kr. Hafstein valinn til gjaldkera- starfa, Þorgeir Örlygsson var kjörinn ritari, en Ólöfu Pétursdóttur var falin framkvæmdastjórn Tímarits lögfræðinga. Ritstjóri tímaritsins hefur á árinu verið Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Á starfsárinu gekkst félagið fyrir sjö fræðafundum, sem hér skulu nú taldir; þ. 28. jan. var fundarefni „Bótaskylda án sakar“ og var framsögumaður Arn- Ijótur Björnsson, prófessor. 25. febrúar var fundarefni „Hvernig gæti lagasafn framtíðarinnar litið út?“ og voru framsögumenn þeir Björn Þ. Guðmundsson prófessor, Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður og Björn Friðfinnsson fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar. Þ. 25. mars var fundarefni „Hugleiðing um end- urskoðun siglingalaga." Frummælandi var dr. Páll Sigurðsson, dósent. Þ. 19. apríl var fundarefni „Um afrétti og almenninga." Frummælandi var dr. Gaukur Jörundsson prófessor. Þ. 9. september var haldinn sameiginlegur fundur laga- deildar og Lögfræðingafélagsins. Fyrirlesari var dr. Paul Szölösy frá Sviss og ræddi hann um efni er hann nefndi „The standard of compensation for per- sonal injury“. Þ. 25. október ræddi Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari um Mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir fundir sem ég hefi nú nefnt voru allir haldnir að Lögbergi í kennslu- stofu 101, en síðasti fræðafundurinn á starfsárinu var haldinn að Borgartúni 6 þ. 9. desember. Sá fundur var opinn almenningi og hafði dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar þar framsögu um stjórnarskrármálið. Auk þessara fræðafunda gekkst félagið fyrir málþingi, sem haldið var að Fólkvangi á Kjalarnesi 2. október 1982, og var efni þingsins „Bótaábyrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna." Á málþinginu hafði Benedikt Sigurjónsson frv. hæstaréttardómari framsögu um bótabyrgð lögmanna, Logi Guðbrandsson hrl. um ábyrgð lækna, Óttar Örn Petersen hrl. um ábyrgð ráðgefandi verk- fræðinga, tæknifræðinga og arkitekta, Ragnar Aðalsteinsson hrl. um ábyrgð- artryggingu sjálfstætt starfandi háskólamanna, en að lokum dró Arnljótur Björnsson prófessor saman nokkrar niðurstöður af umræðum dagsins. Á mál- 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.