Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Side 59
bættunum. Sláandi dæmi þar um er, að félagið hafði ekki fengið fulltrúa I
nefnd, sem vann að endurskoðun löggjafar um staðgreiðslukerfi skatta.
Aðalfundur ákvað að gera að heiðursfélögum þá Björn Fr. Björnsson sýslu-
mann í Rangárþingi og Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumann Skagafjarð-
arsýslu. Þess er að geta, að 6. febrúar 1982 varð Páll Hallgrímsson sýslumað-
ur á Selfossi sjötugur. Á þeim degi var hann gerður að fyrsta heiðursfélaga í
Sýslumannafélaginu. Páll gegndi sýslumannsstörfum i 45 ár.
Félagsmenn í Sýslumannafélagi islands eru 27 að tölu, svo og heiðursfélag-
arnir þrir.
Friðjón Guðröðarson
DÓMARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Aðalfundur Dómarafélags Reykjavikur var haldinn 24. nóvember 1982.
Formaður minntist Jónasar Thoroddsen fv. borgarfógeta og bauð nýja fé-
lagsmenn velkomna.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallaði Már Pétursson, héraðsdómari, um
launamál. Garðar Gíslason borgardómari skýrði frá starfi dómhúsnefndar, Har-
aldur Henrýsson sakadómari ræddi um lifeyrismál og Friðgeir Björnsson borg-
ardómari um störf nefndar á vegum Evrópuráðsins að réttarfarsmálum.
í skýrslu stjórnar kom fram, að hún hafði haldið 6 bókaða fundi á starfsár-
inu og fjallað m.a. um frumvarp til laga um breytingar á hæstaréttarlögum,
frumvarp til lögréttulaga, aðskilnað stjórnsýslu og dómgæslu og minni einka-
mál auk kjaramála.
í stjórn voru kjörnir Steingrimur Gautur Kristjánsson borgardómari, for-
maður, Friðgeir Björnsson, varaformaður, Bragi Steinarsson vararíkissaksókn-
ari, ritari, Jónas Gústafsson borgarfógeti, gjaldkeri, Haraldur Henrýsson, með-
stjórnandi og Már Pétursson og Hrafn Bragason borgardómari, í varastjórn.
Á fundinum voru gerðar eftirfarandi ályktanir.
1. Fundurinn telur að hraða beri heildarendurskoðun dómstólaskipunarinnar.
Sú endurskoðun feli einkum í sér:
1.1. Aðskilnað dómstarfa og umboðsstjórnar í héraði I sem ríkustu mæli.
1.2. Lögtöku frumvarps til laga um Lögréttu og að það verði aftur megin-
regla að Hæstiréttur fjalli fullskipaður um mál sem til hans er skotið.
2. Fundurinn fagnar gildistöku laga 28/1981 og leggur áherslu á að allt kapp
verði lagt á að framkvæma þau ( samræmi við þær meginhugmyndir sem
lögin eru byggð á.
3. Fundurinn vekur athygli á að með lögum 28/1981 eru afnumdar síðustu
leifar löggjafar um þátttöku leikmanna, annarra en sérfræðinga, I dómstörf-
um og hvetur til þess að athugað verði hvort þátttaka leikmanna I störf-
um dómstóla sé æskileg og þá hvernig henni verði best fyrir komið.
4. Fundurinn hvetur til að hraðað verði endurskoðun laga um meðferð opin-
berra mála, einkum með það fyrir augum:
4.1. að málsmeðferð verði munnleg í ríkara mæli og að hlutur ákæruvalds
í málsmeðferð verði þá að sama skapi meiri en nú er og:
113