Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 29
úr 100.000 kr. Sama máli gegnir, ef refsiábyrgð verður ekki fram kom- ið, sbr. 5. mgr. 136. gr. laganna. Ríkissaksóknari getur borið mál undir dómara til ónýtingar á ákvörðun tollyfirvalda. (d) Sektarúrskurðir ríkisskattanefndar. Ríkisskattanefnd úrskurðar sektir (skattsektir) vegna skattalagabrota, nema máli sé vísað til opin- berrar rannsóknar og dómsmeðferðar í sakadómi eftir ákvörðun skatt- rannsóknarstjóra eða að kröfu sökunauts, sbr. 1. mgr. 108. gr. 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 1. mgr. 26. gr. 1. nr. 10/1960 um söluskatt, sbr. 5. gr. 1. nr. 33/1982, og 41. gr. 1. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. 1. nr. 110/1988 um gildistöku laganna. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslusviði, og sektarúr- skurðir verða ekki heldur bornir undir dómstóla. (e) Úrskurðir sektarnefndar. 1 staðgreiðslulögunum nýju var ekki farin sú venjulega leið í skattalögum að fela ríkisskattanefnd sekta- vald vegna brota á lögunum, heldur var sektavaldið nú fyrst fengið ríkisskattstjóra í hendur, en síðar sérstakri sektarnefnd, er skipuð skal einum fulltrúa frá ríkisskattstjóra og tveimur fulltrúum, sem fjármálaráðuneytið tilnefnir, sbr. 31. gr. 1. nr. 45/1987, sbr. og 15. gr. 1. nr. 90/1987.8 Um málsmeðferðina gilda hins vegar svipaðar reglur og í þeim málum, er falla undir sektavald ríkisskattanefndar. (f) Sektargerðir hafnarstjóra. 1 29. gr. 1. nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, er hafnarstjórum heimilað að ákveða sektir fyr- ir tiltekin brot gegn lögunum, þ.e. fyrir losun eða úrkast frá skipi á hafnarsvæði, enda sé brot viðurkennt og hafi ekki valdið meiri háttar tjóni, svo og að bætur skv. 15. gr. laganna séu greiddar eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra. Heimild þessi er takmörkuð við 40.000 kr., enda játist sökunautur undir slíka ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. Hafnarstjóri skal ávallt tilkynna lögreglustjóra umrædd brot og þá um leið hvort hann hyggst ljúka málinu sjálfur eða vísa því til lögreglustjóra. Lögreglustjóri getur ákveðið sektir fyrir þessi brot, að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum, og má sekt þá nema allt að 100.000 kr. Hafnarstjórar og lögreglustjórar skulu tilkynna ríkissak- sóknara og samgönguráðherra um allar slíkar sektargerðir. Ríkissak- sóknari getur borið mál undir dómara til ónýtingar á ákvörðun hafnar- stjóra eða lögreglustjóra. (g) Sektavald ráðherra. í konungsbréfi frá 3. janúar 1823, sem enn er talið í gildi, er amtmönnum, nú ráðherrum, veitt heimild til að 8 Um skipun nefndarinnar og réttaröryggi skattaðila, sjá Jónatan Þórmundsson: Hags- munaárekstur. Tímarit lögfr. 1988, bls. 133—134. 235

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.