Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 47
yfir handriðið á dansgólfinu, en þá á stöðum þar sem hæðarmunur var minni. 1 þeim tilvikum var ekki um mjög alvarleg slys að ræða. Slysið í febrúar 1986 varð með þeim hætti að konan, sem var að dansa á pall- inum, rakst á handriðið í dansi og féll afturfyrir sig yfir handriðið. Á þessum tíma var handriðið einungis 75 sm á hæð en var strax eftir slysið hækkað upp í u.þ.b. 120 sm fyrir ofan þau tvö stigaop sem voru niður í neðri salinn. Þessar hækkanir voru teknar burt þegar allt hand- riðið umhverfis danspallinn var hækkað upp í 90 sm skv. tilmælum byggingarfulltrúa, en eins og áður sagði var það hæð handriðsins þegar 0 slasaðist. Upplýst var í málnu að nokkuð algengt var að gestir tylltu sér á handriðið umhverfis dansgólfið. I málinu kom fram að V hafði fengið sjálfstæða verktaka til þess að hanna, smíða og endurbæta umrætt handrið og að það hafi verið í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 292/1979 er slysið varð. NIÐURSTAÐA HÉRAÐSDÓMS Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til atferlis bæði 0 og V og að sök þeirra væri jöfn. Var V látinn bera ábyrgð á helmingi tjónsins. Dómarinn taldi sannað að 0 hefði sest upp á handriðið og sveiflað fótunum. Við þetta hefði hann misst jafnvægið og fallið aftur fyrir sig. Ósannað væri að einhver gestur hefði rekist í 0 og þannig komið honum úr jafnvægi. Þetta atferli 0 taldi dómarinn gáleysislegt. Á því var byggt í héraði að algengt væri að gestir veitingahússins tylltu sér á handriðið umhverfis dansgólfið. Það atferli fyrirsvars- manna V að fjarlægja upphækkun, u.þ.b. 120 sm, sem sett var upp eftir slysið sem varð í febrúar 1986, var talin þeim til sakar, enda hefði þeim vei’ið ljóst að sérstök hætta var fyrir hendi á staðnum þar sem upphækkunin var. Taldi dómarinn yfirgnæfandi líkur fyrir því að 0 hefði ekki sest á handriðið yfir stigaopinu, ef upphækkunin sem tekin var niður hefði verið á staðnum. Upphækkunin hefði beint athygli manna að því að sérstök hætta væri fyrir hendi á þessum stað. Ef 0 hefði sest annars staðar á handriðið og dottið, hefði fallið orðið lægra og tjón hans ekki með þeim hætti sem fyrir lá í málinu. 253

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.