Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 47
yfir handriðið á dansgólfinu, en þá á stöðum þar sem hæðarmunur var minni. 1 þeim tilvikum var ekki um mjög alvarleg slys að ræða. Slysið í febrúar 1986 varð með þeim hætti að konan, sem var að dansa á pall- inum, rakst á handriðið í dansi og féll afturfyrir sig yfir handriðið. Á þessum tíma var handriðið einungis 75 sm á hæð en var strax eftir slysið hækkað upp í u.þ.b. 120 sm fyrir ofan þau tvö stigaop sem voru niður í neðri salinn. Þessar hækkanir voru teknar burt þegar allt hand- riðið umhverfis danspallinn var hækkað upp í 90 sm skv. tilmælum byggingarfulltrúa, en eins og áður sagði var það hæð handriðsins þegar 0 slasaðist. Upplýst var í málnu að nokkuð algengt var að gestir tylltu sér á handriðið umhverfis dansgólfið. I málinu kom fram að V hafði fengið sjálfstæða verktaka til þess að hanna, smíða og endurbæta umrætt handrið og að það hafi verið í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 292/1979 er slysið varð. NIÐURSTAÐA HÉRAÐSDÓMS Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til atferlis bæði 0 og V og að sök þeirra væri jöfn. Var V látinn bera ábyrgð á helmingi tjónsins. Dómarinn taldi sannað að 0 hefði sest upp á handriðið og sveiflað fótunum. Við þetta hefði hann misst jafnvægið og fallið aftur fyrir sig. Ósannað væri að einhver gestur hefði rekist í 0 og þannig komið honum úr jafnvægi. Þetta atferli 0 taldi dómarinn gáleysislegt. Á því var byggt í héraði að algengt væri að gestir veitingahússins tylltu sér á handriðið umhverfis dansgólfið. Það atferli fyrirsvars- manna V að fjarlægja upphækkun, u.þ.b. 120 sm, sem sett var upp eftir slysið sem varð í febrúar 1986, var talin þeim til sakar, enda hefði þeim vei’ið ljóst að sérstök hætta var fyrir hendi á staðnum þar sem upphækkunin var. Taldi dómarinn yfirgnæfandi líkur fyrir því að 0 hefði ekki sest á handriðið yfir stigaopinu, ef upphækkunin sem tekin var niður hefði verið á staðnum. Upphækkunin hefði beint athygli manna að því að sérstök hætta væri fyrir hendi á þessum stað. Ef 0 hefði sest annars staðar á handriðið og dottið, hefði fallið orðið lægra og tjón hans ekki með þeim hætti sem fyrir lá í málinu. 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.