Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 51
mati of langt gengið, jafnvel þótt ástæða væri til að gera ríkari kröf-
ur til háttsemi veitingahúsaeigenda með tilliti til þeirrar starfsemi
sem fer fram hjá þeim.
Varðandi það atriði að handriðið hafi verið í samræmi við byggingar-
reglugerð er það almennt viðurkennt, að dómstólar geti gengið lengra
í kröfum um varkárni í háttsemi aðila heldur en fram kemur í lögum
og reglugerðum.6 Ákvæði um háttsemi manna í settum lögum og
reglugerðum eru oft þannig úr garði gerð að þau hafa í huga hin
venjulegu tilvik. Af því leiðir að ekki verður talið rétt að binda sakar-
matið við þá háttsemi sem fram kemur í lögum eða reglum, a.m.k. ekki
þegar um er að ræða sérstakar aðstæður.
Næst er að athuga háttsemi 0, sem fólgin var í því að setjast upp á
handriðið og sveifla fótunum. Telja verður ljóst að góður og gegn
maður sest ekki upp á handrið þar sem fallhæð er tæplega 4 m. Að
auki var handriðið úr sívalri krómpípu tæplega 4 sm í þvermál, þannig
að sýnilega var erfitt að halda jafnvægi á handriðinu. Þó að 0 hafi
verið undir áfengisáhrifum, þegar slysið varð, og af þeim sökum með
sljórri dómgreind en ella, verður ekki tekið tillit til þess við sakar-
matið, enda áfengisneysla alfarið á áhættu tjónþola.7 Verður gáleysi
hans ekki talið minniháttar þegar litið er til þess að hættan á falli af
handriðinu var augljós, svo og að góðum og gegnum mönnum á að
vera fullljóst að hættulegt getur verið að setjast upp á handrið hvar
sem þau eru og hvernig sem þau eru.
LOKAORÐ
Eins og fram kom hér á undan er að mínu mati fulllangt gengið hjá
meirihluta Hæstaréttar að fella alla bótaábyrgðina á V. Niðurstöðu
minnihlutans og héraðsdóms verður að telja eðlilegri þar sem báðir
aðilar hegðuðu sér gáleysislega og ekki fullnægjandi rök til þess að
meta sök annars meiri en hins.
Niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar verður að túlka á þann hátt að
gera eigi mjög ríkar kröfur til veitingahússeigenda varðandi umbúnað
á veitingahúsum. Slíkar kröfur eru þá væntanlega rökstuddar með
því að gestir séu í misjöfnu ástandi vegna ölvunar og að veitinga-
húsaeigendum beri að taka tillit til þess. Jafnframt mætti nefna að
6 Arnljótur Björnsson, bls. 59.
7 Sjá hér Hrd. 1969:180.
257