Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 57
Frá Dómarafélagl íslands SKÝRSLA STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRSÐ 19E8-1S89 Lögð fram á dómaraþingi 5.— 6. október 1989 I. STJÓRN DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS. Aðalfundur Dómarafélags íslands árið 1988 var haldinn I Borgartúni 6 Reykjavík dagana 3. og 4. nóvember. Þá voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: Friðgeir Björnsson yfirborgardómari, formaður; Halldór Kristinsson sýslumaður og bæjarfógeti; Haraldur Henrysson hæstaréttardómari; Pétur Kr. Hafstein sýslumaður og bæjarfógeti; Valtýr Sigurðsson borgarfógeti. Varastjórn: Már Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti; Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Stjórnin kaus Pétur varaformann, Harald ritara og Valtý gjaldkera. Stjórn- in hefur haldið 6 bókaða fundi á starfsárinu. Endurskoðendur voru kjörnir: Björn Hermannsson tollstjóri; Ragnar Hall borgarfógeti. II. SKIPUN í EMBÆTTI. Eftirtaldir hafa verið skipaðir í embætti á árinu: 1.1.1989 Haraldur Henrýs- son hæstaréttardómari, Reykjavík; 1. 2.1989 Guðjón St. Marteinsson saka- dómari, Reykjavik; 1.2.1989 Þorsteinn Skúlason héraðsdómari Selfossi; 1.3. 1989 Ólafur K. Ólafsson bæjarfógeti, Neskaupstað; 1. 3. 1989 Lárus Bjarna- son sýslumaður og bæjarfógeti, Seyðisfirði; 1.8.1989 Jón Magnússon sýslu- maður og bæjarfógeti, Stykkishólmi; 1. 8. 1989 Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti, Ólafsfirði. III. LAUSN FRÁ EMBÆTTUM. 1.10.1989 Ármann Kristinsson sakadómari. IV. SETNINNG í EMBÆTTI. Eftirtaidir hafa verið settir í embætti á starfsárinu og eru settir við lok þess: 1.4.—15.10.1989 Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari, Kópavogi; 1.8.— 31.12.1989 Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttardómari, Reykjavík; 1.9. 1989 — 31.8.1990 Gréta Baldursdóttir borgarfógeti, Reykjavík; 15.9. — 31. 12.1989 Georg K. Lárusson sýslumaður, Búðardal; 16.9. — 31.12.1989 Þor- geir Ingi Njálsson héraðsdómari, Selfossi. 263

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.