Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 5
hefðbundinni ritdeilu að rammíslenskum hætti í Morgunblaðinu út af úrlausn Mannréttindadómstólins um félagsnauðung. í þeirri rimmu hefur margt verið skarplega sagt um valdsvið dómstóla. Sigurður hefur lýst skoðunum sínum á réttarheimildum á þann veg að löggjafinn sé bundinn af viðurkenndum viðmið- um í löggjöf réttarríkis og háður eftirliti og jafnvel stöðvunarvaldi dómstóla, m.a. ef lög fullnægja ekki þeim lágmarksgildum sent lagahefð réttarmenningar okkar áskilur (TL 1993, s. 115). Aðrir merkir lagamenn hafa lýst áþekkum skoðunum og í rétti annarra ríkja og kenningum réttarheimspekinga má finna þessum sjónarmiðum stoð. Þá hefur Sigurður lýst merkilegum skoðunum um þjóðhöfðingjavaldið og heimild forseta til að synja staðfestingar laga (Skírnir 1992, s. 425). Þessi málflutningur vekur til umhugsunar um framtíðarskipan forsetavalds. A forsetinn að fara með vald á eigin ábyrgð til að leysa úr stjórnarkreppum og stjórnlagakreppum, víkja ráðherrum og ríkisstjórnum, rjúfa þing, stöðva gildistöku fyrirmæla sem fara í bága við æðri fyrirmæli o.s.frv.? Er sama ástæða til afskiptaleysis þjóðkjörins forseta af landstjórninni eins og konungs í ríki sem byggist á þjóðveldi? Ætti forsetinn t.d að geta leitað álits Hæstaréttar um stjórnskipulegt gildi laga áður en hann ákveður hvort hann staðfestir lög en skotið undir dóm þjóðarinnar lögum sem ætla má að séu andstæð vilja meirihluta manna? Miklar og merkar umræður hafa orðið um framsal ríkisvalds, bæði til alþjóða- stofnana og frá löggjafarvaldi til framkvæmdavalds. Til þeirrar umræðu hafa lagt, meðal annarra, Gunnar G. Schram prófessor, Björn Þ. Guðmundsson prófessor, Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri, Stefán Már Stefánsson prófessor, Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur, Davíð Þór Björgvinsson dósent, Sigurður Líndal, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og nú nýverið dr. Björn S. Stefánsson (Mbl. 25. 10. 1993). Sérstaklega hefur varkárni dómstóla í að hafna mati löggjafans á mörkum leyfilegs valdframsals og óheimils verið gagnrýnd. Þeirri skoðun hefur jafnvel verið hreyft að dómstólum bæri að hafna framsali skattlagningarvalds með bókstafstúlkun á 40. gr. stjórnarskrár. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri og Pétur Kr. Hafstein hafa skipst á skoðunum um heimild Hæstaréttar til aðfinnslna við lögreglumenn og er hér merkilegt dæmi um hlutverkaskipti dómstóla og lögregluyfirvalda. Um þessar ntundir fara fram áhugaverðar umræður um ákæruvaldið á Alþingi í tilefni af frumvarpi Svavars Gestssonar um skipun ríkissaksóknara til nokkurra ára í senn. I þeim hefur komið skýrt fram hvernig ákæruvaldið tengir dómstóla og framkvæmdavald á sérstakan hátt. Af þessu yfirliti má sjá að mikið er rætt og ritað um mörk hinna þriggja valdþátta og það sem betra er, mest af því sem komið hefur fram í umræðunni hefur verið merkilegt, bæði frá lögfræðilegu og pólitísku sjónarmiði. Eins og 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.