Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 28
Lögmannafélagi íslands í október 1992 taldi hann að lögmaður sem gengi til uppgjörs á grundvelli verklagsreglnanna ætti á hættu að verða bótaskyldur gagnvart untbjóðanda sínunt, nema hann tryggði sér sönnun á því að hann hefði gert eftirfarandi: 1. Utlistað gildandi réttarreglur um bótaábyrgð og uppgjör skaðabóta og hverrar fjárhæðar tjónþoli gæti vænst í skaðabætur miðað við uppgjör á grundvelli gildandi réttar; 2. útlistað verklagsreglurnar fyrir umbjóðanda sínum efnislega og tilefni þess að vátryggingafélögin byrjuðu að beita þeim. Þá yrði hann að útlista réttarlegt gildi þeirra; 3. tryggt eins og unnt væri að tjónþolinn skildi þessi tvö kerfi og í hverju munurinn á þeim fælist; 4. tryggt að tjónþolinn skildi að með því að ganga til uppgjörs væri hann fyrir fullt og allt að afsala sér rétti til hærri skaðabóta síðar. Niðurstaða Viðars Más var sú að það væri andstætt starfsskyldum lögmanns gagnvart skjólstæðingi sínum að ganga til uppgjörs skaðabóta á grundvelli verklagsreglnanna, nema skjólstæðingurinn hefði af einhverjum ástæðum falið honum að ganga til slíks uppgjörs að fenginni þeirri ráðgjöf sem að framan er lýst. Eg er sammála framangreindum niðurstöðum og tel reyndar að þær hafi almennt gildi um það hvernig góðum og gegnum lögmanni beri að standa að samningum fyrir hönd skjólstæðinga sinna þegar verið að falla frá hluta þeirra krafna sem skjólstæðingurinn kynni að eiga. 8 c Ábyrgð á framkvæmd einstakra starfa. Ef lögmaður lætur hjá líða að framkvæma einstök verk, sem hann hefur tekið að sér, ber hann ábyrgð gagnvart skjólstæðingi sínum á tjóni sem af því hlýst. Þettagildirt.d. ef hann gleymirað Iýsa kröfu íbú, lætur hjálíða að þinglýsaskjali eða farast fyrir að mæta í þinghaldi þannig að réttarspjöll verða af. Almennt má segja að lögmaður beri ábyrgð gagnvart skjólstæðingi sínum ef hann lætur hjá líða að vinna verk sem hann hefur tekið að sér. Sama gildir ef hann ætti að vinna verkið samkvæmt góðum lögmannssiðum, þótt skjólstæðing- ur hafi ekki berum orðunt falið honum það. Nefna má sent dæmi að lögmaður. sem aðstoðar kaupanda fasteignar, kannar ekki heimildir seljanda til eignarinn- ar og síðar kemur í ljós að eignin er yfirveðsett, á henni eru kvaðir eða eignarheimild seljanda skortir. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.