Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 24
8 a Málflutningsstörf Það er strax hægt að fullyrða að lögmaður verður ekki skaðabótaskyldur þótt hann tapi dómsmáli, jafnvel þótt hann hafi sjálfur talið að málið ætti að vinnast og hafi ráðlagt skjólstæðingi sínum að höfða málið. Grundvöllur skaðabóta- skyldunnar er hér eins og annars staðar sök. Stærri dómsmál eiga sér venjulega þann aðdraganda að málsaðili leitar til lögmanns og óskar álits hans á því hvort tiltekinn málstaður sé vænlegur til þess að leggja hann fyrir dómara í því skyni að ná fram hagsmunum sem háðir eru málstaðnum. Við þetta mat reynir lögmaðurinn yfirleitt að afla sér allra tiltækra upplýsinga, sem skipt geta máli varðandi rekstur málsins og sérstaklega að setja sig í spor þess sem málið beinist gegn. Styðst frásögn skjólstæðingsins um málsatvikin við gögn? Eru þau gögn tiltæk til sönnunar í málinu? Á gagnaðilinn mögulegar varnir í málinu? Að þessari skoðun lokinni lætur lögmaðurinn í ljós álit sitt á málinu og það álit er oftast grundvöllur ákvörðunar skjólstæðingsins um málssóknina. Eg held að flestir Jögmenn reyni að vera varkárir og hlutlægir við þessar aðstæður. Menn leggja sig í framkróka við að sjá gagnrökin og hafa fyrirvara um þau atriði sem þeir telja ekki Ijós. Þegar skjólstæðingurinn hefur tekið sína ákvörðun og falið lögmanninum málssóknina hefur mér fundist nokkuð merkilegt gerast. Mín reynsla er sú að vafinn í málinu minnki smám saman og að sjónarmið gagnaðilans verða æ þokukenndari. Á sama hátt styrkist ég í trúnni á málstað skjólstæðingsins. Þegar kemur að flutningi málsins fyrir dómi finnst mér sjónarmið gagnaðilans oft hreinasta rökleysa og er undrandi á því að nokkur sómakær lögmaður nenni að halda slíkri endileysu fram. Því miður fyrir skjólstæðinga mína á þessi „þróun“ málstaðarins sér ekki alltaf samsvörun í huga dómarans. Alltof oft tekur dómarinn mið af sjónarmiðum gagnaðilans. Það verður að segjast eins og er að ótrúlega oft sjást í forsendum dómsins þeir veikleikar málstaðarins sem kynntir voru skjólstæðingnum í upphafi, en lög- manninum tókst að eyða úr eigin huga undir meðferð málsins. Ég held að margir kollega minna hafi sörnu sögu að segja. Þegar dómur fellur er hætt við því að viðbrögð lögmanna kunni að endur- spegla það hugsanaferli sem að framan er lýst, þannig að sigrurn er tekið sem sjálfsögðum niðurstöðum, en ósigrum sem dæmi um hversu illa dómarinn hafi fylgst með á viðkomandi sviði réttarins. Mörgum lögmönnum finnst erfitt að halda þeirri vitneskj u fyrir sj álfan sig og skjólstæðinginn hve viðkomandi dómari sé orðinn gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann. Gallinn er bara sá að á þessu stigi kunna að hafa orðið kaflaskil í mati umbjóðandans á hæfileikum og dómgreind lögmannsins. Væntingar um glæstan sigur tilheyra fortíðinni, en 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.