Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 29
9 ÁBYRGÐ LÖGMANNS VEGNA SETU í STJÓRN HLUTAFÉLAGS í 132. gr. laga um hlutafélög segir að stjórnarmenn séu skyldir til þess að bæta félaginu tjón sem þeir valda því í störfum sínum hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Heimilt er að færa niður bætur með tilliti til sakar og efnahags tjónvalds. Sama gildir þegar hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á hlutafélaga- lögunum eða samþykktum félagsins. Af íslenskum dómum má ráða að ekki er almennt beitt ströngu sakarmati við túlkun á þessu ákvæði hlutafélagalaganna, sjá t.d. HRD 1991 bls. 1973. Álitaefni er hvort lögmaður, sem sæti á í stjórn hlutafélags, ber ábyrgð eftir öðru og strangara sakarmati en gildir um aðra stjórnarmenn, vegna sérþekking- ar sinnar. Engar úrlausnir dómstóla liggja fyrir á íslandi um þetta efni. Danskir fræðimenn hafa talið að svo geti verið þegar metin er sök lögmanns samkvæmt sambærilegu ákvæði dönsku hlutafélagalaganna. Sjá A. Vinding Kruse, tilvitn- að rit bls. 107-115 og Niels Fisch-Thomsen í Advokaten 1981, bls. 289. 10 TJÓNIÐ SJÁLFT Stundum er auðvelt að sýna fram á tjón og tjónsfjárhæð. Lögmaður gefur t.d. eftir hluta óumdeildrar og tryggrar kröfu, án heimildar frá umbjóðanda sínum, til þess að ná fram málalokum strax. í þessu tilviki nemur tjónið eftirgjöfinni, ef samningurinn er bindandi fyrir umbjóðandann. Sama gildir ef lögmaður ráð- stafar eign umbjóðanda síns, án þess að fyrir komi fullt endurgjald. í HRD 1983 bls. 1867 voru atvik þau, að lögmaður tjáði skjólstæðingi sínum, að unnt myndi vera að selja íbúð hans fyrir kr. 150 þús. Mánuði síðar seldi lögmaðurinn íbúðina fyrir kr. 120 þús. í dómi segir, að skjólstæðingurinn hafi mátt ætla, er hann veitti lögmanninum heimild til þess að selja íbúðina, að söluverð yrði miðað við kr. 150 þús. Lögmaðurinn var ekki talinn hafa mátt gera ráð fyrir, að honum væri heimilt að selja íbúðina á því verði, sem raun varð á, án samþykkis skjólstæðingsins. Þar sem eigi var sannað, að skjólstæðingurinn hefði gefið slíkt samþykki og leitt var í ljós með mati, að eðlilegt söluverð íbúðarinnar hefði verið hærra en raunverulegt söluverð, þá var lögmaðurinn dæmdur til þess að greiða skjólstæðingi sínum bætur að fjárhæð kr. 20 þús. Við ákvörðun bótanna var haft í huga, að vegna greiðsluörðugleika skjólstæðingsins og þröngra tímamarka var lítið svigrúm til þess að ná hámarkssöluverði. Miklu oftar er erfitt að sýna fram á tjónið og stundum er það í reynd ómögulegt. Þótt lögmaður hafi gert allt vitlaust, sem hægt var að gera vitlaust, undir rekstri dómsmáls og skjólstæðingur hans hafi tapað málinu, þá er ekki þar með sagt að skjólstæðingurinn hafi beðið nokkurt tjón. Slíkt er háð mati á því hver niðurstaða málsins hefði orðið ef lögmaðurinn hefði staðið að málinu með forsvaranlegum hætti. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.