Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 18
skrifuð út frá aðstæðum á íslandi og því nauðsynlegt að gera í stuttu máli grein fyrir þeim forsendunt sent þar eru. 2 ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR 2 a Einkaréttur til málflutnings Á íslandi eru í gildi sérstök lög um málflytjendur sem eru að stofni til frá árinu 1942. Samkvæmt lögunum hafa lögmenn einkarétt til málflutningsstarfa fyrir dómstólum með undantekningum er varða aðila máls og honum nákomna menn. Til þess að öðlast réttindi til málflutnings þarf viðkomandi að vera lögfræðingur og auk þess þarf hann að uppfylla nokkur almenn hæfisskilyrði. Dómsmálaráðherra veitir málflutningsréttindi að þessum skilyrðum uppfyllt- um. 2 b Lögmenn eru opinberir sýslunarmenn. Skylduaðild að LMFÍ Samkvæmt sömu lögum eru lögmenn opinberir sýslunarmenn og bera skyldur sem slíkir. Þær skyldur hafa fyrst og fremst gildi að því er varðar refsiábyrgð í starfinu. Þá ber starfandi lögmanni skylda til þess að vera í félagi lögmanna. Þetta félag, Lögmannafélag íslands, setur sér samþykktir sem staðfestar skulu af dómsmálaráðherra. Stjórn félagsins hefur lögbundið eftirlitshlutverk með lög- mönnum og vissar heimildir til þess að beita lögmenn viðurlögum. Félagið setur reglur um góða lögmannssiði (codex ethicus) sem félagsmönnum ber að virða í starfi sínu. 2 c Lögmönnum er ekki skylt að kaupa ábyrgðartryggingu íslenskum lögmönnum er ekki skylt að kaupa ábyrgðartryggingar vegna starfs síns. Slíkar vátryggingar eru þó forsenda þess að heinrilt sé að lögum að ráða lögmenn til tiltekinna starfa, t.d. við skiptastjórn. Samkvæmt upplýsingunr frá skrifstofu Lögmannafélags íslands er talið að ríflega 50% starfandi lögmanna séu með ábyrgðartryggingar vegna starfsábyrgðar. 2 d Engar reglur um meðferð vörslufjár (klientkonto) Á íslandi eru ekki heldur sérstakar reglur um skyldur lögmanna varðandi meðferð vörslufjár (klientkonto reglur). Sú almenna skylda hvílir á lögmanni samkvæmt siðareglum Lögmannafélagsins og landslögum að halda fjármunum viðskiptamanna aðgreindum frá eigin fé, en hvergi er sagt með hverjum hætti það skuli gert. Þegar af þeirri ástæðu að reglur um meðferð vörslufjár hafa ekki verið settar á íslandi er eftirlit Lögmannafélags íslands með því að lögmenn fylgi góðum lögmannssiðum við meðferð vörslufjár í reyndinni ekki fyrir hendi. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.