Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 42
varaformaður, Guðni Á. Haraldsson, hrl., er meðstjórnandi og Ingólfur Hjartarson, hrl., er gjaldkeri. FRAMHALDSAÐALFUNDUR 29. JÚNÍ 1993 Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn þann 29. júní 1993. Á dagskrá fundarins voru annars vegar samþykktir, siðareglur og gjaldskrá L.M.F.Í. - staða þeirra í ljósi nýrra samkeppnislaga, nr. 8/1993 - og hins vegar aðildaruntsókn L.M.F.Í. að Ráði lögmannafélaga í Evrópubanda- Iagslöndunum (CCBE). Samþykktir, siðareglur og gjaldskrá L.M.F.Í. Fyrir fundinn voru lagðar fram tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, þ.e. 1. mgr. 4. gr., og tillaga um að heimila stjórn félagsins að sækja um undanþágu fyrir gjaldskrá L.M.F.Í. til Samkeppnisráðs í samræmi við framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá. Formaður gerði grein fyrir tillögu urn breytingu á 1. mgr. 4. gr. samþykkta L.M.F.I., en samkvæmt henni yrðu felld brott orðin „... og fylgja sömu reglum um borgun fyrir störf sín.“ Nefndi hann í því sambandi álit nefndar þriggja lögmanna, sem kannaði áhrif samkeppnislaga á samþykktir, siðareglur og gjaldskrá L.M.F.Í. Niðurstöður nefndarinnar, sem dreift var með framhaldsað- alfundarboði, voru þær að breyta þyrfti samþykktum félagsins, nánar tiltekið 1. mgr. 4. gr., til þess að samþykktirnar samrýmdust samkeppnislögunum. For- ntaðurinn gerði jafnframt grein fyrir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir L.M.F.Í. og hvers vegna sækja ætti um undanþágu. Nefndi hann sem dæmi að koma ætti í veg fyrir að skuldari yrði ofurseldur ákvörðun innheimtumanns (t.d. lögmanns) um þóknun fyrir innheimtuna. í slíkum tilvikum væri ekki um samkeppnissjónarmið að ræða. Pá væri það nauðsynlegt að hafa Ieiðbeinandi reglur fyrir dómstóla og stjórnvöld, þegar þessir aðilar ákvörðuðu þóknun lögmanna úr hendi gagnaðila, m.a. vegna samræmingarsjónarmiða innan einstakra embætta og milli embætta. Engar umræður urðu um tillögurnar og voru báðar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. Aðildarumsókn L.M.F.Í. að CCBE. Fyrirfundinn var lögð eftirfarandi tillaga af hálfu stjórnar L.M.F.Í.: „Fram- haldsaðalfundur Lögmannafélags íslands haldinn á Holiday Inn. þriðjudaginn 29. júní 1993, samþykkir að heimila stjórn félagsins að staðfesta áheyrnaraðild L.M.F.Í. að Ráði lögmannafélaga í Evrópubandalaginu (CCBE). Fullgild aðild er háð samþykki félagsfundar L.M.F.Í.“ 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.