Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 33
reisa sér hurðarás um öxl. Þegar til lengdar lætur er líklega betra að dómstólar láti stundum undan síga um stundarsakir, en að þeir lendi í opinni baráttu við mjög sterk þjóðfélagsöfl. Það eru nefnilega margar prýðilega þekktar leiðir til þess að þvinga dómstóla til híýðni eða gera stefnumarkandi dóma þýðingar- lausa, þar á meðal margháttuð lagasetning. Þá hafa breytingar á dómstólaskipan löngum þótt aðlaðandi aðferð til að ná hratt fram svokölluðum „æskilegum mannabreytingum“ og þar með stefnubreytingum í dómgæslunni. Þar á Hriflu- Jónas heitinn með sitt fimmtardómsfrumvarp sína sporgöngumenn, þótt minni séu, og á eftir að eignast fleiri. Kostnaður af dómgæslunni hefur hingað til ekki þurft að vera þjóð okkar mikið áhyggjuefni. Starfshættir og skipulag dómstóla hér er með þeim hætti, að starfsemi þeirra hefur ekki neitt viðlíka tilhneigingu til að þenjast út eins og margar ríkisstofnanir á sviði stjórnsýslu og þjónustu. Það eitt að samkvæmt 59. gr. stjórnarskrár skal dómsvaldinu skipað með lögum hefur þýðingu að þessu leyti. Stöðuheimildir dómara eru alfarið lögbundnar. Dómurum verður ekki fjölgað nema með beinni lagasetningu samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði, sem raunar má halda fram að hafi verið sniðgengið við setningu dómara í Hæstarétti og ofnotkun heimildar til kveðja þar til varadómara. En því má heldur ekki gleyma að stór og vaxandi hluti af þeirri vinnu sem áður var inntur af hendi af dómurum er nú unninn af lögmönnum úti í bæ. Kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið af meðferð dómsmála hverfur ekki þótt hann sé fluttur út í bæ eða dómsmál skilgreind sem stjórnsýsluathafnir. Þvert á móti, slíkur flutningur verkefna gerir kerfið í heild að líkindum miklu dýrara. í framhjáhlaupi hlýt ég að minna á dómsmálagjöldin. Það eykur ekki réttaröryggi eða auðveldar borgurunum að ná rétti sínum að margfalda dóms- málagjöldin eins og gert var í fyrra. Þar er sannarlega verið að skattleggja fátæktina og stundum neyðina. Að lokum kem ég að því atriði sem mest og lengst hefur verið gagnrýnt í starfsemi íslenskra dómstóla, málatímanum. I héraði hefur hann síðustu árin verið um 8-10 mánuðir í einkamálum sem ganga til munnlegrar meðferðar, var þó 10,3 mánuðir í Reykjavík fyrir árið 1992. Það mun flestra mat að ástandið á héraðsdómsstiginu sé bærilega viðunandi. Þær miklu umbætur sem gerðar voru á réttarfarslöggjöfinni um og fyrir 1980 styttu málatímann í einkamálum í héraði úr 15 mánuðum árið 1976 í 8 mánuði 1986. Aðalmeðferðin var róttækasta breytingin. Stofnun Rannsóknarlögreglu ríkis- ins breytti miklu. Nýju gjaldþrotalögin frá 1978 reistu skiptaréttinn úröskustó. Ný tækni, segulbandsupptökur og tölvur, hefur hjálpað mjög mikið. Sú breyting sem gerð var í fyrra á meðferð opinberra mála gefst að mörgu leyti vel. Einkamálalögin hafa verið í sífelldri endurskoðun og hafa alltaf verið að batna. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.