Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 6
nefnt hefur verið hefur umræðan að nokkru leyti farið fram í ritdeilum og kappræðum, en þá verður oft erfitt fyrir þá sem ekki eru þeim mun betur heima að fylgjast með og leggja dóm á röksemdir. Við þessar aðstæðurgetur verið gott að rifja upp barnalærdóminn. í þessu tilviki er gagnlegt að fara í stuttu máli yfir niðurstöður stjórnlagafræðinnar eins og þær lágu fyrir tiltölulega óumdeildar við upphaf umræðunnar. Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. stjórnarskrár er ríkisvaldið óskipt. Það er hinsvegar ofið úr þrem þáttum og fengið þrem handhöfum, þar af fer forsetinn með framkvæmdavaldið ásamt öðrum og löggjafarvaldið ásamt Alþingi. Greining valdþáttanna stenst þannig ekki fyililega á við verkaskiptingu valdhafanna. Valdmörkin eru ekki skýr og einkum gerir þingræðisreglan það að verkum að mörkin milli hinna pólitísku valdhafa eru óskýr í reynd. Þegar lýðveldi var stofnað á íslandi hafði konungur ekki neytt synjunarvalds gegn lögum síðan 1914. Forseti hefur heldur aldrei neytt heimildar 26. gr. stjórnarskrár til að leggja lagafrumvarp undir atkvæði kjósenda. Hann hefur yfirleitt ekki beitt valdi sínu sjálfstætt nema við stjórnarmyndun, enda er hann ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Heimild forseta samkvæmt 26. gr. verður ekki talin fallin niður fyrir notkunar- leysi en ætla má að henni yrði ekki beitt nema í mjög afbrigðilegum tilvikum, til að hindra gildistöku laga sem ljóslega fara í bága við stjórnlög og e.t.v. „viðurkennd viðmið í löggjöf réttarríkis“ og sem „fullnægja ekki lágmarksgild- um sem lagahefð réttarmenningar okkar áskilur“. Þá getur komið upp su staða að lög sem fara í bága við stjórnarskrá verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, og verður það varr talið viðunandi niðurstaða. Það er eitt af megineinkennum íslenskrar stjórnskipunar að valdhafarnir hafa tangarhald hver á öðrum. Þingið getur velt stjórn með vantrausti. Forsetinn getur rofið þing. Dómstólar geta gert lög og stjórnvaldafyrirmæli óvirk ef þau fara í bága við æðri réttarheimild. Þessi úrræði má öll telja heilbrigð og vænleg til að stuðla að góðu stjórnarfari. í framkvæmdinni hafa myndast ýmsar venjur um afskipti valdhafanna hvers af öðrum sem telja má miður holl, svo sem löggjöf um málefni sem í eðli sínu eru stjórnvaldsákvarðanir, t.d. embættaveitingar, pólitískar veitingar dómaraembætta, dómsvald og umboðsvald á einni hendi, ofnotkun bráðabirgðalaga, úrlausnarvald um réttarágreining og refsivald í höndum stjórnvalda o.s.frv. Þessi afbrigði verða yfirleitt ekki talin fara í bága við stjórnarskrá en e.t.v. við góða stjórnarhætti. Pólitísk sjónarmið ráða að verulegu leyti ákvörðunum löggjafarvalds og framkvæmdavalds, en dómendum er einungis ætlað að taka ákvarðanir á grundvelli lagaraka. Segja má að dómstólar haldi áfram starfi löggjafans með því að færa lagareglurnar út í lífið, klæða þær holdi og blóði, ef svo má segja. Þegar dómari stendur frammi fyrir því að taka stefnumarkandi ákvörðun á hann 142

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.