Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 40
iippgjöri bótanna og þar með skert bætur til hinna slösuðu. Annar lögmaður hefði nýlega verið ákærður fyrir sambærilega háttsemi, þó í minna mæli væri. Ekkert af þessu væri uppörvandi og allt hefði þetta verið til þess fallið að rýra ímynd lögmanna í hugum almennings og draga úr því trausti sem almenningur hefði lengst af borið til lögmanna. Sagðist formaðurinn vera þeirrar skoðunar að minnkandi traust á störfum lögmanna gæti haft í för með sér að sjálfstæði lögmannastéttarinnar skertist, bæði beint og óbeint. Sagði formaðurinn að ekki væri leyfilegt að draga af framangreindu þá ályktun, að siðleysi hefði almennt aukist hjá lögmönnum. Um væri að ræða einstök undantekningartilvik, en Lögmannafélagi íslands hefði ekki tekist að bregðast þannig við, að viðskipta- mennirnir hefðu sloppið áfallalaust frá viðskiptunum. Að vísu væru ekki allir féiagsmenn sammála því að félagið ætti að hafa hönd í bagga þegar viðskipta- menn verða fyrir áföllum og þeir hefðu sagt sem svo: Það er ekki okkar að gæta bróður okkar. Sagðist formaðurinn vera ósammála þessu viðhorfi. Svo mikil- vægt væri að stéttin nyti trausts og tiltrúr, að miklu væri til þess fórnandi að viðhalda traustinu, þar á meðal að gera ráðstafanir til að draga úr áhættunni á því að viðskiptamenn lögmanna verði fyrir áföllum vegna mistaka eða óheiðar- leika lögmanna með reglum um vörslufé, vátryggingar og ábyrgðarsjóð eða jafngilt fyrirkomulag. Sagði formaðurinn að Lögmannafélag íslands hefði ekki haft nein tök á því að hafa eftirlit með fjárvörslu lögmanna og engar framfylgjanlegar reglur giltu þar um. Yrði lögmaður gjaldþrota stæði vörslufé viðskiptamannanna á bak við einkaskuldir lögmannsins og skipti þá ekki máli af hvaða ástæðum lögmaðurinn verði gjaldþrota. Lessu væri öðruvísi farið víðast hvar annars staðar þar sem geyma bæri vörslufé lögmanna á sérstökum reikningum og vörslufé teldist ekki til eignar lögmannsins kæmi til gjaldþrots. Sagði hann að um þessi mál hefði verið fjallað á síðasta aðalfundi og tveimur framhaldsaðalfundum án þess að niðurstaða hefði fengist. Síðan hefði það gerst fyrir tilstuðlan stjórnar Lög- mannafélags íslands að skipuð hefði verið nefnd til að endurskoða lögin um málflytjendur frá grunni. Formaður nefndarinnar væri Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður, en Lögmannafélag fslands hefði tilnefnt Gest Jónsson, fyrrver- andi formann, í nefndina. Nefndin hefði þegar hafið störf en ekki hefði fylgt nefndarskipuninni nein leiðsögn frá ráðherra um starfið og hefði nefndin því algerlega frjálsar hendur. Sagði hann að enda þótt stjórn Lögmannafélags íslands gerði sér grein fyrir því að brýna nauðsyn bæri til að taka á þessum málum sem allra fyrst, þá væri hún í erfiðri aðstöðu þar til endurskoðun laganna lyki og við tæki nýtt réttarástand. Sagði hann að þangað til ný lög taki gildi muni stjórnin leitast við að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Formaður kjaranefndar, Gísli Baldur Garðarsson, hrh, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar, en helstu verkefni hennar voru viðræður við dómsmála- 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.