Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 27
slíkri ráðgjöf. I reynd getur enginn lögmaður leyft sér að þjóna viðskiptamönn- um sínum með þeim hætti að segja þeim að hringja síðar eftir áliti sem gefið verði að undangengnum víðtækum rannsóknum á réttarsviðinu. Þarfir viðskipta- mannanna eru aðrar. Við sakarmatið er grundvallaratriði að lögmaðurinn hafi ekki gefið í skyn að ráðgjöf hans væri annað og meira en hún var. Veiti lögmaður afdráttarlausa ráðgjöf um flókið álitaefni, án þess að gera grein fyrir þeim vafa sem í málinu er, kynni hann að kalla yfir sig bótaábyrgð. Gefi hann auk þess í skyn að niðurstaðan sé fengin á grundvelli sérstakrar sérfræðiþekkingar eða vandaðs undirbúnings og hvorugt reynist vera fyrir hendi, aukast líkur á ábyrgð. Sem raunhæft dæmi um vandasama lögfræðilega ráðgjöf sem íslenskir lög- menn þekkja frá síðustu árum má nefna að haustið 1991 komu íslensku vátryggingafélögin sér saman um samræmdar verklagsreglur við mat og uppgjör á fjártjónum vegna líkamstjóna, sem bætt voru á grundvelli ábyrgðartrygginga. Verklagsreglurnar leiddu til þess að bætur til einstaklings, sem varð fyrir líkamstjóni, sem metið var sem 15% örorka eða minna, lækkuðu töluvert frá því sem áður hafði verið. Verklagsreglurnar voru settar án þess að skilmálar ábyrgðartrygginganna hefðu breyst og án þess að ný löggjöf eða dómar hefðu gefið tilefni til breytinganna. Með vátryggingarsamningum höfðu félögin tekið að sér greiðslu tjónbóta til þriðja manns vegna skaðabóta skv. íslenskum réttarreglum. Talsmenn vátryggingafélaganna réttlættu verklagsreglurnar með því að fyrri uppgjörsreglur hefðu leitt til þess að í mörgum tilvikum hefðu verið greiddar verulegar bætur, án þess að raunverulegt eða umtalsvert fjártjón hefði orðið hjá tjónþolanum. Vegna þessarar breyttu afstöðu vátryggingafélaganna stóðu lögmenn frammi fyrir því að veita umbjóðendum sínum ráðgjöf um hvort ganga ætti til uppgjörs á grundvelli verklagsreglnanna eða höfða mál til innheimtu bóta samkvæmt hefðbundnum uppgjörsaðferðum. Af hálfu vátryggingafélaganna var ekki gefinn kostur á neinni millilausn eða uppgjöri með fyrirvara um frekari bætur. Fyrri kosturinn leiddi til uppgjörs án tafar, en sá síðari var ráðgjöf um að reyna að sækja hærri bætur í málaferlum sem kynnu að taka nokkur ár. Það er sagt að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi. Þessi almennu sannindi eru í fullu gildi og margir tjónþolar sem hlustað höfðu á ráðgjöf lögmanna sinna vildu fremur ganga til samkomulags á grundvelli hinna nýju verklagsreglna heldur en að leggja út í tímafrek og e.t.v. kostnaðarsöm málaferli. Við þessar aðstæður var það án vafa nauðsynlegt fyrir lögmenn að tryggja sönnun þess að þeir hefðu gert skjólstæðingum sínum fulla grein fyrir því að þeir ættu rétt á hærri bótum samkvæmt því sem þeir teldu gildandi rétt, áður en þeir gengu til uppgjörs á grundvelli verklagsreglnanna. í erindi sem Viðar Már Matthíasson, hæstaréttarlögmaður, hélt á félagsfundi í 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.