Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 46
FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS UM STÖÐU DÓMARA í EVRÓPU í júní 1992 efndu Dómarasamtök Portúgals til fundar um stöðu dómara í Evrópu. Á dómaraþinginu í Sevilla í september s.á. ákváðu evrópsku fulltrú- arnir þar að halda verkinu áfram. Kjörinn var vinnuhópur sex fulltrúa til verksins og samdi hann drög að reglum um stöðu dómara í Evrópu á fundi í Linz í Austurríki 19. og 20. nóvember 1992. Á fundi 16 dómara í Wiesbaden 20. mars 1993 var farið yfir uppkast vinnuhópsins og gerðar á því breytingar. Þannig var textinn sendur formanni Alþjóðasambands dómara, Abravanel frá Sviss, sem gerði sínar breytingar og dreifði textanum til væntanlegra fulltrúa á þingi alþjóðasambandsins í Sáo Paulo haustið 1993. Á fundi evrópsku fulltrúanna þar var ákveðið að halda sérstakan fund um málið og verður hann 12. mars 1994 í Vín. Drögin eru svohljóðandi, í íslenskri þýðingu, eins og þau komu frá fundinum í Wiesbaden: Vaxandi samvinna Evrópuríkja hefur leitt af sér vöxt löggjafarvalds og framkvæmdavalds, bæði innan ríkjanna og á sameiginlegum vettvangi þeirra. Auk þess hafa nýjar valdamiðstöðvar orðið til. Umskipti í stjórnmálum sums staðar í Evrópu undanfarið hafa staðfest að raunhæf greining ríkisvaldsins skiptir meginmáli um þrif réttarríkja. Pessa reglu verður að hafa í heiðri í hinu nána samstarfi í Evrópu. Sjálfstætt dómsvald er meginþáttur stjórnskipunar ríkja sem byggja á stjórn- lögum. Þessvegna er nauðsynlegt að styrkja dómsvaldið og trvggja þannig vernd einkahagsmuna gegn ágengni ríkisins og hagsmunahópa. Til að þessu marki verði náð verða dómarar í Evrópu að starfa saman og sýna þannig samstöðu sína um gæslu sameiginlegra hagsmuna. í þessu sambandi ber að líta á gundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði dómstóla sem lágmarksviðmið sem ekki verði slegið af. Að þessu athuguðu virðist nauðsynlegt að setja reglur um stöðu dómara í Evrópu sem endurspegli þessar sameiginlegu reglur. Með það í huga að dómsmálum er skipað með mismunandi hætti í Evrópu vegna mismunandi réttarfarshefða lýsa Sarntök evrópskra dómara hér með yfir að þau hafa sett sér eftirfarandi grundvallarreglur: 1. Sjálfstæði dómarans er ódeilanlegt. Öllum handhöfum opinbers valds í ríkjunum og á sameiginlegum vettvangi þeirra ber að virða, vernda og verja þetta sjálfstæði. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.