Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 31
Már Pétursson er héraðsdómari í Hafnarfirði Már Pétursson: HVERNIG VALDA ÍSLENSKIR DÓMSTÓLAR HLUTVERKI SÍNU? Eftirfarandi erindi flutti höfundur á málþingi Dómarafélags íslands og Lög- mannafélags íslands í Valhöll á Þingvöllum 4. júní 1993. Umræðuefnið á þessu málþingi er aðgangurinn að réttarkerfinu og mér hefur verið falið að fjalla um þá brýnu spurningu: Hvernig valda íslenskir dómstólar hlutverki sínu? Fyrst er að spyrja: Hvert er hlutverk dómstóla í okkar samfélagi? Til hvers ætlumst við af dómstólum okkar? Mitt svar er einfalt: Það er hlutverk dómstóla að gera réttarreglurnar virkar, koma efnisreglunum út í veruleikann. Segja borgurunum hvað er gildandi réttur. Gefa skýr og ákveðin fyrirmæli, sem ber að fullnægja. II. En hvernig eiga dómstólarnir að fara að því að rækja þetta hlutverk sitt, að tryggja að menn nái rétti sínum og haldi sig við leikreglur samfélagsins. 1. Úrlausnir dómstóla þurfa að vera traustar og vandaðar. „Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum“ segir í okkar stjórnarskrá. Að fara eftir lögunum merkir í þessu stjórnarskrárákvæði að fara eftir gildandi réttarheimildum í víðustu merkingu, lagahefðinni. Beita þeirri aðferðafræði og vinnubrögðum sem best hafa reynst og líklegust eru til að tryggja réttar og vandaðar úrlausnir. 2. Dómstólarnir verða að vera ódeigir við að neyta þess valds, sem þeim er fengið. Þeir mega ekki ýta frá sér úrlausnarefnum eða loka réttarfarsleiðum. Dómarar mega ekki gleyma því að það er skylda þeirra að beita því valdi sem þeim er fengið. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.