Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 32
En jafnframt verða dómstólarnir að þekkja valdmörk sín og takmörk. Bæði að því er varðar verkaskiptinguna milli hinna stjórnarskrárbundnu valdþátta, og þeir verða einnig að ætla sér nokkurn veginn af gagnvart hinum sterku öflum sem leikast á í þjóðfélaginu: Almennigsálitinu í landinu, hinum pólitísku öflum, hinum sterku hagsmuna- hópunr svo sem aðilum vinnunrarkaðarins, grasrótarhreyfingum sem oft er erfitt að sjá hvert muni stefna og hvers verða nregnugar. En þess verða dómstólarnir þó að gæta, að þeir eru og eiga að vera kjölfestan. Þeir verða að standa af sér stundarupphlaup og tískusveiflur í lengstu lög. Dómstólarnir verða þannig að þekkja bæði vald sitt og valdmörk sín. 3. Dómstólarnir þurfa að vera skilvirkir. Borgararnir verða að geta náð rétti sínum án óhæfilegs dráttar. Fengið sínar refsingar og sín viðurlög í eðlilegu franrhaldi af brotum sínum. 4. Dómgæslan þarf að vera sem ódýrust. Því fé sem til hennar rennur þarf að vera vel og hyggilega varið. III. En hvar erum við á vegi stödd, hvernig valda íslenskir dómstólar framan- greindu hlutverki sínu? Hver er árangurinn af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum áratugum til að bæta dómstólana og hvert ber nú að stefna? Eg hygg að flestir landsmenn séu sammála um að úrlausnir dómstóla okkar séu bærilega traustar og vandaðar. Að yfirleitt sé gætt óhlutdrægni. réttsýni og vandvirkni eftir því sem við verður komið. Vissulega væri ástæða til að benda á tiltekin hættumerki, en til þess gefst ekki tími hér og nú. Hvað varðar skyldu dómstóla til að beita valdi sínu, takast óhræddir á við jafnvel hin sterkustu öfl í þjóðfélaginu, þá hefur oft verið á það bent að þar standi þeir ekki nógu vel að verki. Dómstólarnir séu oft óþarflega varfærnir. Stundum of hallir undir stóra bróður, framkvæmdavaldið. Stundum of ragir við að ganga gegn markmiðum ríkisstjórna sem eiga það til að tefla á tæpt vað um lögmæti við að koma stefnumálum sínunr fram. Stundunr of ístöðulitlir við að standast áraun þrýstihópa, t.d. úr kvennahreyfingunni eða öðrum heilagra manna samtökum sem enginn má andmæla. Stundum of hallir undir lagabók- stafinn þegar slíkir þrýstihópar hafa náð sínu fram í formi tækifærislöggjafar frá Alþingi eða í ráðherrareglugerðum af greiðasöluætt. Stundum of tregir til að fylla út í eyður í löggjöfinni með fordæmum sínum. Stundum of hneigðir til að velja léttustu leiðina og vísa erfiðum málum frá eða láta sakarefni með öðrum hætti ódæmd. Jafnvel eigi dómstólar það til, sem verst er, að loka réttarfars- leiðum. Sjálfsagt á margt af þessari gagnrýni rétt á sér, en hitt verðum við þó að hafa í huga og virða til vorkunnar, að betra er að fara of sparlega með vald sitt en að 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.