Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Side 34
En þá er komið að þeim vandanum sem stærstur er í íslensku dómskerfi um þessar mundir. Of miklu álagi á Hæstarétt. Of löngum málatíma þar. Ég fór yfir dómasafn Hæstaréttar 1991 og athugaði 70 munnlega flutt almenn einkamál sem dæmd voru í Hæstarétti það ár, sem mér sýndust dæmigerð. Frá áfrýjun til dómsuppsögu í Hæstarétti liðu að meðaltali 26 mánuðir. I héraði hafði meðferð þessara mála tekið rúma 9 mánuði. Frá uppsögu héraðsdóms að áfrýjun rúmir 3 mánuðir. Frá málshöfðun í héraði til dómsuppsögu í hæstarétti liðu þannig að meðaltali um 39 mánuðir. Af þessum tölum nrætti álykta, að maður sem höfðaði mál haustið 1993 mætti búast við að fá dóm í ársbyrjun 1997. En svo er ekki. Að óbreyttu getur hann ekki búist við að fá dóm svo fljótt. Af málaskrám Hæstaréttar fæ ég ekki annað séð en að ástandið fari versnandi. í árslok 1990 voru það 200 mál sem biðu þar flutnings. Um síðustu áramót biðu flutnings 310 mál. Ég endurtek: Fjölgun úr 200 í 310 á tveimur árum. Staflinn hækkaði um 55% á tveimur árum, þrátt fyrir það að afköst Hæstaréttar ykjust úr 230 dómum á árinu 1990 í 336 dóma á árinu 1992. Frá 1976 til 1991 lengdist málatíminn í dæmigerðum munnlega fluttum einkamálum í Hæstarétti úr 19 mánuðum í 26 mánuði þrátt fyrir fjölgun dómara úr 5 í 8 á þessu tímabili og deildaskiptingu réttarins. Nú, á miðju ári 1993, mun biðtími, einungis frá því að þessi mál eru tilbúin til flutnings, vera orðinn um 2'A ár. Þá hlýtur heildarmálatíminn frá þingfestingu í héraði að vera loksins kominn yfir 4 ár að meðaltali í þessum dæmigerðu einkamálum. Vel kunna að vera á þessu einhverjar sértækar skýringar, en ég spyr: Hvar endar þetta. Hvernig veldur það dómskerfí hlutverki sínu sem skilar dómsúrlausn á áfrýjunarstigi nær þremur og hálfu ári eftir þingfestingu í héraði og horFir fram á versnandi ástand. Hvað er til ráða? Fyrir sautján árum komu fram tillögur og frumvarp um lausn vandans á áfrýjunarstiginu sem þá þegar var mikill, 19 mánaða málatími frá áfrýjun. Þetta voru tillögur réttarfarsnefndar, þar sem sátu Þór Vilhjálmsson og fleiri, um millidómstig. Frumvarp til Iögréttulaga. Lögfesting þess hefði leyst vandann á einfaldan og hentugan hátt og til frambúðar, bæði að því er varðaði aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds á héraðsdómsstiginu og vanda Hæstaréttar. Þrír dómsmálaráðherrar endurfluttu frumvarpið, síðast Friðjón Þórðarson. Árið 1988 misstu dómsmálayfirvöld þolinmæðina og áttirnar. Þá var ákveðin grundvallarstefnubreyting. Það er tvímælalaust stærsta réttarfarsslys sem orðið hefur hérlendis á þessari öld þegar íslenskir lagamenn reyndust ekki hafa þolinmæði, þrautseigju og framsýni til að freista þess til þrautar að koma lögréttufrumvarpinu fram þegar lag var nú fyrir fáum árum, eða bíða þess ella að tíminn yrði fullnaður. Þá var hrapað að því að setja dómstólalögin nýju. Málatíminn í héraði var ekki stærsta vandamálið og ekki að sjá að þau valdi styttingu á þeim málatíma. Vanda 170

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.