Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 9
Magnús P. Torfason
MAGNÚS Þ. TORFASON
f. 5. maí 1922, d. 1. júní 1993
Magnús Þ. Torfason, fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor, andaðist í
Reykjavík hinn 1. júní 1993 eftir stutta sjúkdómslegu. Með honum hvarf af
sjónarsviði einn af merkustu lögfræðingum þjóðarinnar.
Magnús fæddist 5. maí 1922 á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Kolfinna Magnúsdóttir og Torfi Hjálmarsson
bóndi á Halldórsstöðum. Magnús var óvenju vel af Guði gerður, fágaður og
búinn miklum andlegum og líkamlegum hæfileikum. Orkaði ekki tvímælis, að
hér var maður af sterkum stofni og vaxinn upp á menningarheimili.
Námsferill Magnúsar var glæsilegur, enda var hann gæddur ágætum
námsgáfum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið
1942 og kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands í maí 1949. Hlaut hann
afburðaháar einkunnir á báðum prófum. Hann var við framhaldsnám í lögfræði í
Kaupmannahöfn 1954-1955. Alla ævi var hann að bæta við þekkingu sína. Hin
síðari ár hafði hann þó stundum orð á því, að hann hefði lítinn tíma til að lesa
lögfræði utan það, sem nauðsynlegt var vegna daglegra starfa.
Magnús varð prófessor 33 ára gamall og hóf kennslu við lagadeild Háskóla
Islands haustið 1955. Tók hann við embætti, sem prófessor Ólafur Lárusson
hafði gegnt, en þá voru fyrir í deildinni prófessorarnir Ármann Snævarr, Ólafur
Jóhannesson og Theodór B. Líndal. Hvíldi þá að heita má öll kennsla í
lögfræðigreinum á þessum fjórum mönnum. Voru starfsskilyrði þeirra varðandi
rannsóknir, kennslu og stjórnun að flestu leyti lakari en nú gerist.
Meginviðfangsefni Magnúsar í prófessorsstarfi var fjármunaréttur. Hann
kenndi þessar fjármunaréttargreinar: Almennan hluta kröfuréttar, samninga-
rétt, skaðabótarétt, vátryggingarétt og víxla- og tékkarétt. Auk þess kenndi
hann sjórétt, en kjarni hans er reyndar af sömu grein og fjármunaréttur. Á
meðan Magnús var á lífi mun enginn maður á Islandi hafa verið honum fremri í
145