Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 41
ráðuneytið um tímagjaldsviðmiðun fyrir réttargæslustörf, tölvumál lögmanna og aðstaða í nýja dómhúsinu við Lækjartorg. Magnús Thoroddsen, hrl., formaður laganefndar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og frumvörpum, sem henni hefðu borist til umsagnar, alls 20 frumvörpum. Jóhann H. Níelsson, hrl., gerði grein fyrir störfum bókasafnsnefndar og á hvern hátt hún hefði haldið áfram uppbyggingu bókasafns L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri L.M.F.Í., gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir árið 1992 og svaraði nokkrum fyrirspurnum um þá. Meðal dagskrárliða var tillaga Gunnlaugs Þórðarsonar, hrl., um breytingu á 2. mgr. 6. gr. samþykkta L.M.F.Í., sem hljóðaði svo: „Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.“ Eftir nokkrar umræður og breytingartillögu frá stjórn L.M.F.Í. breytti flutningsmaður tillögu sinni á þá leið að í stað orðanna ...í Reykjavík“ í samþykktunum kæmu orðin „... á íslandi“ og var sú tillaga samþykkt nteð 54 atkvæðum af 72 og taldist því löglega samþykkt. Dagskrárlið um áhrif samkeppnislaganna á samþykktir, siðareglur og gjaldskrá L.M.F.Í. var frestað til framhaldsaðalfundar. Eitt helsta mál á dagskrá aðalfundarins var aðildarumsókn L.M.F.Í. að Ráði lögmannafélaga í Evrópubandalagslöndunum (CCBE). í framsöguræðu for- manns L.M.F.Í. um þennan dagskrárlið var eftirfarandi tillaga stjórnarinnar lögð fyrir fundinn: „Aðalfundur LMFÍ haldinn hinn 26. mars 1993 heimilar stjórn félagsins að ljúka viðræðum við stjórn CCBE og semja um aðild LMFÍ að samtökunum, enda náist að mati stjórnarinnar viðunandi samkomulag um reglur um atvæðamagn og árgjald aðildarsamtakanna.“ Formaðurinn gerði grein fyrir tillögunni og hvatti fundarmenn til að samþykkja hana. Að lokinni framsöguræðunni hófust miklar untræður unt tillöguna og voru menn ekki á einu máli. Andstæðingar hennar settu væntanlegan kostnað af aðild að CCBE helst fvrir sig. Einnig var gagnrýnt að CCBE hefði ekki verið nægilega kynnt félagsmönnum, hvorki uppbygging samtakanna né markmið, hvorki samþykkt- ir þeirra né siðareglur. í umræðunum kom fram tillaga frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hrl., um að fundurinn samþykkti að fela stjórninni að kanna til þrautar hvaða skilmálar byðust félaginu við hugsanlega aðild þess að CCBE, þ.m.t. hvaða kostnaður fylgdi aðild. Þá léti stjórnin gera skýrslu um kosti og galla aðildar og þ.m.t. hvort skaðvænlegt væri fyrir félagið að standa utan CCBE. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu. í atkvæðagreiðslu var hún samþykkt með þó nokkrum meirihluta atkvæða. Fleiri mál voru ekki á dagskrá fundarins og var honum síðan frestað til framhaldsaðalfundar. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar eftir aðalfundinn skipti hún með sér verkum. þannig að Andri Árnason, hrl., er ritari, Ásdís Rafnar, hdl., er 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.