Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 11
Lagadeild naut Magnúsar ekki einungis við prófdómarastörf heldur og við dómnefndastörf. Hann tók að sér mikilvæga vinnu í dómnefndum um hæfi umsækjenda um prófessorsembætti og aðrar kennarastöður í deildinni. Var það gleðiefni öllum, sem til þekktu, þegar Magnús féllst á að taka sæti í dómnefnd- um, því að mjög var sóst eftir reynslu og þekkingu hans við samningu álitsgerða um hæfi umsækjenda um kennarastöður sem og um önnur vandasöm lögfræðileg viðfangsefni. Þegar Magnús féll frá vann hann ásamt öðrum að álitsgerð vegna veitingar prófessorsembættis í lagadeild. Lagadeild þakkar Magnúsi fyrir langa og óeigingjarna þjónustu. Hann tók að sér dómnefndar- og prófdómarastörf af brennandi áhuga á lögfræði og lögfræðimennt- un og góðum hug til Háskóla íslands. Ýmsir núverandi kennarar lagadeildar nutu og leiðsagnar hans og margvíslegra lögfræðilegra ráðlegginga þar til yfir lauk. Hans verður vafalaust lengi minnst sem eins af merkustu dómurum hér á landi á síðustu áratugum. í minningarorðum í Morgunblaðinu 8. júní 1993 er dómaranum Magnúsi Þ. Torfasyni vel lýst af nokkrum þeirra, sem sátu með honum í Hæstarétti um lengri eða skemmri tíma. í minningargrein eftir Gauk Jörundsson segir m.a.: „Magnús var mikilhæfur dómari, svo að af bar. Bar þar margt til. Hann var listrænn og ótrúlega vel heima á mörgum sviðum mannlegs lífs. Hann hafði íhugað og lesið sér til um ótrúlega mörg mál mannlegra samskipta. Hann var mennta- og menningarmaður í þeim rétta skilningi þess orðs. Skilningur hans var skarpur og eljan einstök. ... Það var lærdómsríkt að fylgjast með því, hverjum tökum Magnús tók lögfræðileg viðfangsefni. Hann greindi kjarna hvers máls á grundvelli rækilegrar könnunar og íhugunar málavaxta. Ályktanir hans byggðust á einstakri lögfræðiþekkingu og skarp- skyggni og rök sín flutti hann af mikilli hófsemd. ... Hann á mörg listaverk geymd í dómasafni Hæstaréttar, sum undir eigin nafni einu, en önnur af skiljanlegum ástæðum ekki.“ Margir lögfræðingar sakna þess, að Magnús var afar tregur til þess að láta birta ýmislegt lögfræðilegt efni, sem hann átti í fórum sínum. Hógværð hans og óvenju ríkar kröfur, sem hann gerði til sjálfs sín, áttu stóran þátt í að hann lét vart til birtingar annað en það, sem hann var tilneyddur. Dæmi um ágæt fræðileg vinnubrögð Magnúsar er framsöguerindi, sem hann flutti á norrænu Iögfræð- ingaþingi í Helsingfors árið 1972 (prentað í fundargerðum útgefnum af Finn- Iandsdeild norrænu lögfræðingaþinganna árið 1975, bls. 466-472). Fjallaði erindið unt ábyrgð framleiðanda og seljanda vegna hættulegra eiginleika söluhlutar (skaðsemisábyrgð). Hér má geta þess, að Magnús var sjálfur í nokkrum vafa um, hvort erindið teldist vel frambærilegt. Áður er sagt frá áralöngum störfum Magnúsar sem prófdómara í Iagadeild. Nær allan þann tíma, sem hann gegndi þeim, var hann einnig prófdómari við prófraun héraðsdómslögmanna, eða frá 1973 til ársloka 1992. í því starfi fólst 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.