Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 26
almennt ekki beitt jafn ströngu sakarmati og við mat á lögfræðilegri ráðgjöf. Það ræðst af atvikum hverju sinni hverjar kröfur skjólstæðingurinn getur gert. Hafði hann ástæðu til þess að ætla að lögmaðurinn hefði sérfræðiþekkingu á viðkom- andi álitaefni? Hvað greiddi hann fyrir ráðgjöfina? Hversu formleg var hún o.s.frv? Hin sérstaka ábyrgð lögmanna, þar sem byggt er á ströngu sakarmati, á einungis við þegar um er að ræða lögfræðilega ráðgjöf. Rétt er að gera greinarmun á lögfræðilegri ráðgjöf eftir efni hennar. 8 b 1 Ráðgjöf um ótvírœð lögfrceðileg atriði Ef lögmaður veitir ranga ráðgjöf vegna misskilnings um ótvíræð og augljós lögfræðileg atriði, ráðleggur t.d. umbj. sínum að þinglýsa ekki afsali fyrir fasteign þar sem slíkt skipti engu máli, þá verður lögmaðurinn bótaskyldur gagnvart umbjóðanda sínum vegna þess tjóns sem af slíkri ráðgjöf hlytist. Ef ráðgjöfin snýr að ótvíræðu lagaatriði, sem þó er ekki öllum lögmönnum kunnugt, t.d. um skattaleg áhrif tiltekinnar ráðstöfunar, þá gildir það sama. Gera verður þá kröfu til lögmannsins að hann þekki eða afli sér upplýsinga um ótvíræð lagaatriði sem þýðingu hafa við ráðgjöfina. Ef ráðgjöfin snýst um ólögfest atriði, en skýr dómafordæmi liggja fyrir, eiga sömu sjónarmið við. 8 b 2 Ráðgjöf um vandasöm lögfrœðileg álitamál Málið vandast þegar hvorki ótvíræð lagafyrirmæli né skýr dómafordæmi liggja fyrir varðandi álitaefnið. Við þær aðstæður getur verið mjög varhugavert að fullyrða að ráðgjöf lögmanns hafi verið áfátt. Hér verður að hafa það í huga, eins og alltaf í lögfræðinni. að „rétt" er sú niðurstaða ein, sem að lokum hlýtur náð fyrir augum þeirra manna sem þjóðfélagið hefur valið til þess að fara með dómsvaldið. Niðurstaðan er „rétt“ vegna þess að hún er fengin með réttum hætti. Þótt vafi sé um rétta niðurstöðu nægir hann ekki einn sér til þess að lögmenn verði ábyrgðarlausir af lögfræðilegri ráðgjöf. Gera verður kröfur til þess að ráðgjöfin sé byggð á eðlilegri þekkingu og rannsóknum á því réttarsviði sem í hlut á. Hér eins og ævinlega verður að gera kröfu um að ráðgjöfin sé veitt á grundvelli aðferða sem gegn og skynsamur lögmaður myndi beita við þær aðstæður. Þetta þýðir ekki að lögmaður geti ekki látið frá sér ráðgjöf um lögfræðilegt álitaefni, án undangenginna víðtækra rannsókna á lagatexta og lögskýringar- gögnum, án þess að kalla yfir sig víðtæka bótaábyrgð. Þetta fer eftir aðstæðum í hverju tilviki. Almennt verðurað teljalögmanni rétt að gefa álit á lögfræðilegum álitaefnum á grundvelli eigin þekkingar og dómgreindar, án sérstaks undirbún- ings. Starf margra lögmanna felst í því að þjóna viðskiptamönnum sínum með 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.