Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 21
væri í samræmi við starfshætti eða venjur sem myndast hefðu meðal lögmanna. Slíkt verður þó ekki fyrirfram útilokað. Það liggur í hlutarins eðli að sakarmat varðandi sérfræðistarf er strangara en almennt gerist. Sá sem leitar til sérfræðingsins á rétt á því að gera meiri kröfur en sá sem leitar til aðila sem ekki telst sérfræðingur. Ekki verður deilt um það grundvallarsjónarmið að beita skal ströngu sakarmati gagnvart sérfræðingum eins og lögmönnum. Hér verður þó jafnan að hafa í huga þá staðreynd að sakarmatið fer fram eftir á. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Störf lögmanna fela oftar en ekki í sér val á milli kosta þar sem ekki er fyrirfram auðvelt að sjá hver kosturinn er vænlegast- ur. Það er engin „rétt“ lausn til. Ákvörðun verður að taka áður en slíkt kemur í ljós. Við sakarmatið verður annars vegar að hafa í huga þá sérfræðikunnáttu sem fyrir hendi átti að vera og var ástæða þess að til lögmannsins var leitað og hins vegar hvort í raun var til „rétt“ ráðgjöf við gefnar aðstæður. Augljóslega getur oft orðið mjótt á munum við þetta mat. Strangt sakarmat þarf því ekki að leiða til þess að lögmaður verði skaðabóta- skyldur gagnvart skjólstæðingi sínum þótt ráðgjöf hans reynist „röng“ eftir á séð. Matið á að sjálfsögðu að miðast við þær aðstæður sem fyrir hendi voru þegar starfið var unnið. 5 REGLAN UM VINNUVEITANDAÁBYRGÐ Reglan um ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum starfsmanna sinna gildir gagnvart lögmönnum eins og öðrum vinnuveitendum. Reglan tekur bæði til löglærðra starfsmanna og annarra starfsmanna. í siðareglum lögmanna segir í 1. mgr. 34. gr. að lögmaður beri persónulega ábyrgð á störfum fulltrúa sinna. í 36. gr. siðareglnanna segir að lögmaður skuli hafa góða skipan á skrifstofu sinni, vaka yfir störfum starfsliðs síns og líta eftir því, að lögmannsfulltrúar fylgi góðum lögmannsháttum. Á grundvelli þessara ákvæða í siðareglum lögmanna er skaðabótaábyrgð þeirra nokkuð víðtækari en almennt gildir um vinnuveitendur. Lögmenn bera ekki einungis ábyrgð vegna sakar starfsmanna sinna heldur getur á þá fallið víðtækari ábyrgð vegna skyldu til eftirlits með störfum einstakra starfsmanna, þótt engin sök verði fundin hjá starfsmanninum. 6 ÁBYRGÐ Á ATHÖFNUM SJÁLFSTÆÐRA VERKTAKA í 10. gr. siðareglna Lögmannafélags íslands segir að lögmanni beri að leita samþykkis skjólstæðings síns, ef fela þurfi mál hans öðrum lögmanni. Samagildi að jafnaði ef leita þurfi annarrar sérfræðiaðstoðar, sé verulegur kostnaður því samfara. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.