Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 47
2. Dómarinn á ekki að vera bundinn af öðru en lögunum. Hvorki stjórnmála- samtök né hagsmunahópar eiga að geta haft áhrif á dómarann. Dómaranum ber að gegna störfum sínum samkvæmt eigin ákvörðunum og innan hæfilegs tíma. 3. Dómarinn skal vera og virðast óhlutdrægur. 4. Við val dómara ber að gæta hlutlægni og tryggja hæfni til starfa. Óháð nefnd á sviði dómsmála, þar sem dómarar eiga fulltrúa, ráði vali dómara. Útiloka ber annars konar áhrif, og einkum flokkspólitíska hagsmuni. 5. Hinu sama ætti að gegna um starfsframa dómara. 6. Stjórnsýsla dómstólanna ætti að vera í höndum óháðs ráðs sem dómarar ættu hlut að. 7. Það er skylda annarra valdhafa í ríkinu að búa dómsvaldinu aðstæður sem tryggja að það geti gegnt hlutverki sínu, sérstaklega hvað varðar starfslið og búnað. Dómsvaldið á að eiga þess kost að hafa áhrif á ákvarðanir á þessu sviði. 8. Launakjör dómara eiga að vera með þeim hætti að fjárhagslegt sjálfstæði þeirra og óháð staða dómsvaldsins sé tryggð. Þau má ekki rýra á starfstíma dómarans. 9. Dómendum verður ekki gert að sæta agaviðurlögum af hendi annarra en handhafa dómsvalds samkvæmt fyrirfram settum reglum um málsmeðferð. 10. Ekki á að vera hægt að lögsækja dómara í einkamáli til að koma fram ábyrgð á hendur þeini vegna dómaraverka. 11. Kveða ber á um stöðu dómara í sérstökum lögum. Skýringar: Með nýjum valdamiðstöðvum í inngangi ályktunarinnar er átt við fjölmiðla. Inngangurinn er töluvert efnismeiri í gerð Linzhópsins og Abravanels, sem leggur til að í 1. ml. 1. gr. sé kveðið svo á að sjálfstæði hvers dómara sé óskerðanlegt og í 3. ml. 2. gr. að dómarinn skuli gegna starfi sínu „with reserve" en í textanum frá Linz er orðalagið „avec volonté". í Wiesbadentextanum er orðalagið tvírætt : „The judge shall fulfill his professional obligations with discretion“, sem e.t.v. má þýða með háttvísi. Af hálfu Dómarafélags íslands er lagt til að 1. ml. 2. gr. sé orðaður á þann veg að dómarar skuli í embættisverkum sínum eingöngu fara eftir lögunum. Samkvæmt skýringum Claus Larsens, núverandi dómstjóra í Kaupmannahöfn, sem sat í Linznefndinni, var ætlun nefndarinnar að ákvæði 4. gr., sbr. 5. gr., bæri að skýra svo að nefndin („the independent body“ / „l’organ indépendent”), sem þar er kveðið á um, eigi t.d. að vera óháð pólitískum og efnahagslegum sérhagsmunum. Ekki á að útiloka að t.d. þingmenn sitji í nefndinni. 6. gr. Linzreglnanna er svohljóðandi: „Til að tryggja sjálfstæða stjórn á málefnum dómarastéttarinnar með virkum hætti er hentugt að fela hana handhafa dómsvalds („organe ... représentative des 183

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.