Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 43
Formaðurinn fylgdi tillögunni úr hlaði. Byrjaði hann á því að reifa aðdrag- anda hennar, þ.e. tillögu þá, sem lögð varfyrir aðalfundfélagsins26. marss.l. og tillögu Jóns Steinars Gunnlaugssonar um frestun á ákvörðun um aðild að CCBE, þar til CCBE hefði verið betur kynnt félagsmönnum, svo og kostir og gallar aðildar og kostnaður samfara aðild. Ræðumaður gerði grein fyrir fulltrúafundi CCBE í Manchester í apríl sl., sem hann sótti. Á fundinum var ákveðið að hvert aðildarfélag að CCBE hefði eitt atkvæði við ákvarðanatöku innan samtakanna og einnig að áheyrnaraðilar frá þeim EFTA-ríkjum, sem yrðu aðilar að EES við gildistöku EES-samningsins, yrðu fullgildir aðilar að CCBE, þ.e. að þau lögmannafélög yrðu annað hvort fullgildir aðilar eða hyrfu úr samtökunum. Pá var samþykkt áheyrnaraðild L.M.F.Í. að CCBE, sem tæki gildi jafnskjótt og staðfesting bærist frá félaginu. Einnig var samþykkt að L.M.F.Í. greiddi ekki neitt árgjald fyrir árið 1993 og eftir það 125.000 BFR á ári meðan félagið væri áheyrnaraðili. Árgjöld allra aðildarfélaganna yrðu endurskoðuð, en þau endurspegla ekki nema að hluta fjölda lögmanna í hverju landi. Næðist ekki samkomulag um árgjald L.M.F.Í. sem fullgilds aðila félli aðild félagsins niður. Ræðumaður gerði að umtalsefni áhyggjur nokkurra félagsmanna á aðalfund- inum í mars af kostnaði félagsins af erlendum samskiptum og gerði í því sambandi nokkra grein fyrir könnun sinni á kostnaði félagsins af erlendum samskiptum síðustu tíu árin. Niðurstaða þeirra könnunar væri sú að kostnaður af erlendum samskiptum næmi að meðaltali kr. 863.000 á ári miðað við verðlag á árinu 1992. Kostnaðurinn væri að nieðaltali hærri á fyrri hluta tímabilsins en því síðara. Fór hann nokkrum orðum um væntanlegan kostnað af erlendum samskiptum á þessu ári og hlutfalli slíks kostnaðar af heildartekjum félagsins. Niðurstaða hans var sú að kostnaðarhliðin ein sér ætti ekki að ráða úrsíitum þegar ákvörðun um þátttöku í starfi CCBE yrði tekin. Ræðumaður fór nokkrum orðum um samskipti L.M.F.Í. við hin norrænu lögmannafélögin og aukið vægi evrópskrar samvinnu í hinu norræna samstarfi. Því næst vék hann tali sínu að stöðu íslenskra lögmanna gagnvart umheiminum og því að íslenskir lögmenn þyrftu í auknum mæli að beita evrópskum réttarheimildum í starfi sínu. Fram til þessa hefði þetta fyrst og fremst átt við evrópska mannréttindasáttmálann en við gildistöku EES-samningsins bættist við löggjöf, sem byggð væri á þeim samningi. íslenskir lögmenn kæmust ekkert hjá því að þurfa að beita hinum nýju evrópsku réttarheimildum, ekki aðeins um réttindi og skyldur íslenskra aðila gagnvart aðilum í öðrum EES-ríkum, heldur einnig um samskipti íslenskra aðila innbyrðis. Ræðumaður varpaði þeirri spurningu fram til fundarmanna hvað innleiðing Evrópuréttar inn í íslenskt réttarkerfi kæmi L.M.F.Í. við og hvað það kæmi aðild félagsins að CCBE við. Svar stjórnarinnar væri m.a. að tilgangur félagsins væri að gæta hagsmuna 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.