Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 22
Þessi regla hefur verið skilin þannig að lögmaður þurfi ekki að leita sérstaks samþykkis skjólstæðings til þess að fela öðrum lögmanni afmarkaða þætti í máli. sérstaklega tiltekna framkvæmdaþætti, t.d. að mæta í máli til þess að fá fresti eða leggja fram gögn, til þess að gera aðför o.s.frv. í sumum tilvikum krefjast góðir lögmannshættir þess, vegna kostnaðarsjónarmiða, að lögmaður feli öðrum lögmanni verk, t.d. ef mæta þarf í máli langt frá starfsstöð þess lögmanns sem er með málið. Ef lögmaður felur öðrum lögmanni starf sem hann sjálfur hefur tekið að sér og aflar ekki samþykkis skjólstæðings síns við þeirri tilhögun tekur lögmaðurinn áhættu af því að verða skaðabótaskyldur vegna mistaka verktakans. Sé verkið þess eðlis að lögmaðurinn hafi mátt gera sér grein fyrir því að skjólstæðingurinn ætlaðist til þess að verkið yrði unnið af honum persónulega er hann ábyrgur fyrir framkvæmd verksins. Ef hins vegar er um að ræða einstaka verkþætti sem venjulegt er af hagkvæmnisástæðum að fela öðrum, t.d. í innheimtumálum, er ósennilegt að ábyrgð verði lögð á lögmanninn, nema val hans á verktakanum hafi verið óforsvaranlegt. Algengt er að lögmenn þurfi að leita til annarra sérfræðinga um einstaka þætti í sambandi við lögmannsstarfið. Slíkt er stundum óhjákvæmilegt, en í öðrum tilvikum æskilegt. Nefna má sem dæmi að lögmaður aflar matsgerðar læknis á örorku skjólstæðings, eða útreiknings tryggingastærðfræðings á tilteknu fjártjóni. Verði þessum aðilum á mistök við framkvæmd verksins verður skaðabótaábyrgð ekki lögð á lögmanninn nema valið á sérfræðingnum hafi verið óforsvaranlegt eða hann hafi mátt gera sér grein fyrir mistökunum og þannig átt að geta komið í veg fyrir tjón. 7 ÁBYRGÐ Á LÖGMANNSSTARFSEMI í FÉLAGSFORMI Það hefur lengi tíðkast að lögmenn sameinist um rekstur lögmannsstofu. Hið sameiginlega rekstrarform er mjög mismunandi. í sumum tilvikum er samstarfið einungis um rekstur skrifstofunnar, en störf lögmannanna og fjárhagur að öðru leyti aðskilin. Engin vandkvæði eru á því að fullyrða að í slíkum tilvikum bera lögmennirnir einungis ábyrgð á eigin skaðaverkum en ekki annarra, enda sé gerður skýr greinarnrunur á starfsemi einstakra lögmanna í kynningu og þeirri ásýnd sem snýr að viðskiptamönnum skrifstofunnar. Ef rekstur stofunnar er hins vegar í formi sameignarfélags þeirra lögmanna sem þar starfa og þetta form á rekstri skrifstofunnar kemur fram í ásýnd hennar, t.d. í nafni, á bréfsefni, í símaskrá o.s.frv. þá er félagið og sameigendurnir almennt ábyrg gagnvart viðskiptamanni vegna mistaka einhvers lögmannanna við venjulegt lögmannsstarf. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.