Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 15
hentar hjá hverju þeirra um sig. Auðvitað má hreyfa þeirri skoðun að réttur aðila til endurskoðunar dómsúrlausna eigi að vera sem ríkastur og ekki megi hreyfa við þeim rétti vegna réttaröryggis. Á hinn bóginn krefst réttaröryggið þess einnig að úrlausn megi fá innan hæfilegs tíma, fyrirhafnar og kostnaðar. Sá sem tapar máli verður að geta treyst því að það hafi gerst eftir vandlega skoðun hæfustu manna. Hins vegar á hann ekki rétt á að óhjákvæmileg úrlausn dragist á langinn. Gagnaðili hans á rétt á að fá réttmætar efndir sem fyrst með sem minnstri fyrirhöfn og kostnaði. Þá eru almannahagsmunir tengdir því að kostn- aði við málarekstur sé stillt í hóf og að hann sé í einhverju samræmi við tilefnið. Taka verður tillit til allra þessara sjónarmiða þegar réttinum til endurskoðunar er markaður hæfilegur sess í réttarfarslöggjöf ríkjanna. Hugsa má sér takmarkanir á málskostnaðarrétti á fleiri en einn veg, en tilgangurinn hlýtur að vera sá að spara ríkinu fé og áfrýjunardómstólnum tíma, jafnframt því sem tillit er tekið til réttmætra hagsmuna málsaðila. Málskotsrétt- ur í einkamálum hefur verið takmarkaður við áfrýjunarfjárhæð, tegund máls og hvort mætt hefur verið fyrir héraðsdómi. Þá er hugsanlegt að takmarka málskot við ákveðin atriði máls. í opinberum málum þekkist að takmarka málskot við lagaatriði og refsiviðurlög eða binda málskotsréttinn við ákveðin refsiviðurlög. I flestum tilfellum má síðan sækja um undanþágur frá þessum skilyrðum. Þá má hugsa sér að takmarka málskotsréttinn á þann veg að láta einfaldari mál aðeins fá takmarkaða meðferð fyrir áfrýjunardómstóli, t.d. að aðeins sé dæmt eftir skjölum og skilríkjum. V. Eftir því sem ég þekki best til er svo komið alls staðar á Norðurlöndum að ekki verður hjá því kornist að takmarka málskotsréttinn frekar en nú er gert. Veldur því síaukinn málafjöldi, takmarkaðar fjárveitingar til dómsmála og ekki síst sá hraði sem verður að ríkja í efnahagslífi þjóðanna. Skiptir þá mestu að mikilvæg- ustu málin fái vandaðaogfullkomna meðferð. Það þarf aðfinna þessi mikilvægu mál. þ.e. mál sem skipta miklu fyrir aðilana og réttarþróunina og samræmingu réttarins. Það má orða réttarfarslöggjöfina svo að sum þessara mikilvægu mála eigi greiða leið milli dómstiga. Til að draga úr vinnu við meðferð áfrýjunarleyfa getur verið rétt að koma alveg í veg fyrir málskot einföldustu mála. Er þá átt við þau mál sem auðveldast er að dæma og rannsóknir sýna að tæpast er breytt af æðri rétti. Má jafnvel hugsa sér að koma fyrir eftirliti með framkvæmd þessara dómsmála á annan hátt en með málskoti. Meðferð á beiðnum um áfrýjunarleyfi verða að uppfylla ákveðin réttarfarsskilyrði. Helstu skilyrði fyrir leyfunum ættu að vera í löggjöfinni. Gæta verður þess að báðir aðilar fái tækifæri til að tjá sig um málsefnið, öll gögn héraðsdóms þurfa að liggja fyrir og aðilar verða að geta treyst því að starfsmenn áfrýjunardómstólsins fari vandlega yfir gögnin. Leyfi ætti ekki aðeins að veita í þeim málum sem mikilvæg eru fyrir aðila og 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.