Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 25
veruleikinn snýst um tapað mál og háan málskostnaðarreikning. Við þessar aðstæður er eins gott fyrir lögmanninn að geta sýnt fram á að hann hafi staðið rétt að málum. Almennt er skynsamlegt, ef ekki nauðsynlegt, fyrir lögmenn að varðveita gögn um það með hverjum hætti var staðið að einstökum ákvörðunum í málinu. Oft er gott að skrifa minnisblað til skjólstæðingsins í upphafi um mat á málsstað hans. Meðan á rekstri máls stendur er skynsamlegt að senda honum ljósrit allra gagna sem lögð eru fram í málinu og síðast en ekki síst að hvetja hann til þess að vera viðstaddan flutning málsins. Það er góð vinnuregla að reka málið í jafn miklu samráði við skjólstæðinginn og kostur er. Ef þannig er staðið að rekstri dómsmáls held ég að nánast sé útilokað að lögmaður verði talinn bótaskyldur gagnvart umbjóðanda sínum. hver sem niðurstaða málsins verður. Ef lögmaður hins vegar fer ekki eftir eðlilegum fyrirmælum skjólstæðings síns, er hann almennt bótaskyldur, að uppfylltum öðrum bótaskilyrðum. Þetta gildir t.d. ef hann vanrækirað berafyrirsigtiltekna málsástæðu, gleymirað áfrýjamáli eða ef honum verða á mistök í kröfugerð. Ef máli er vísað frá eða verði skjólstæðingur fyrir annars konar réttarspjöllum vegna yfirsjónar lögmanns við að gæta réttarfarsreglna ber lögmaðurinn skaða- bótaábyrgð á því tjóni sem skjólstæðingurinn verður fyrir af þeim sökum. Hér má nefna sem dæmi að útivist verður hjá lögmanni í boðað þinghald eða lögmaður setur málsástæður skjólstæðings síns ekki fram, eða setur þær of seint fram, þannig að þær koma ekki til álita við úrlausn málsins. Þótt lögmanni farist flutningur máls illa úr hendi, greinargerð hans sé ekki vel skrifuð og auk þess illa fram sett og hinn munnlegi málflutningur óáheyrilegur, verður slíkt tæpast grundvöllur bótaábyrgðar. Skjólstæðingurinn þarf hér eins og ævinlega að sýna fram á að tiltekin ófarsvaranleg athöfn hafi valdið honum tjóni. 8 b Lögfrœðileg ráðgjöf Ráðgjöf sem lögmaður veitir skjólstæðingi sínum getur verið af ýmsum toga. Hin dæmigerða ráðgjöf lögmanns snýst um lögfræðileg atriði. Auk þess er algengt að leitað sé til lögmanna um ráðgjöf á sviðum sem í reynd eru ekki lögfræðileg og þeir hafa ekki sérfræðimenntun á, en eftir ráðgjöfinni er engu að síður leitað vegna þeirrar reynslu og þekkingar sem lögmenn öðlast oft á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Algengt er að lögmenn verði ráðgjafar viðskiptamanna sinna um viðskiptaleg og jafnvel persónuleg málefni. Ólíklegt er að lögmaður yrði talinn bótaskyldur gagnvart skjólstæðingi sínum vegna ráðgjafar um persónuleg málefni. Slíkt er þó ekki hægt að útiloka, en án vafa yrði sakarmatið við þær aðstæður ekki strangt. Við mat á bótaábyrgð lögmanns vegna ráðgjafar um viðskiptaleg málefni yrði 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.