Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 38
sem fyrri stjórn hefði skipulagt og þeim hefði lokið í maí 1992. í samvinnu við
Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hefði L.M.F.Í. tekið þátt í að skipu-
leggja námsskeið um lestur og greining ársreikninga, um skýrslur aðila og vitna
fyrir dónri. um megineinkenni réttarreglna EB og EES og um samkeppnisreglur
EB og EES. Síðast töldu þrjú námskeiðin hefðu verið haldin fyrir frumkvæði
nýstofnaðrar fræðslunefndar L.M.F.Í.
Næst greindi formaðurinn frá alþjóðlegum samskiptum. Að því er varðaði
norrænt samstarf hefði forsætisfundur verið haldinn í Kaupmannahöfn í septem-
ber 1992 og hefðu 3 stjórnarmenn tekið þátt í honum. Þar hefði m.a. verið
samþykkt ályktun til stjórnvalda á Norðurlöndum um þörf nýrra reglna unr
opinbera réttaraðstoð og væri fyrirhugað að koma því máli á framfæri við
ráðherra af alefli. Framkvæmdastjórar norrænu lögmannafélaganna hefðu átt
fund í Helsinki 15. febrúar 1993 og hefði þar verið rætt um dagskrá næsta
forsætisfundar á íslandi í september n.k. Þátttaka norrænu lögmannafélaganna í
Ráði lögmannafélaga í Evrópubandalagslöndunum - CCBE - hefði verið
ofarlega á baugi eins og jafnan væri á norrænum lögmannafélagafundum. Að því
er varðaði önnur erlend samskipti hefði hann sótt fundi IBA í Lissabon og
Cannes. Hinn portúgalski formaður CCBE hefði boðið sér að koma á fund
CCBE í Lissabon dagana 22. - 26. október 1992 sem áheyrnarfulltrúa. Hefði
honum verið tekið vel og hefði forysta CCBE sýnt mikinn áhuga á þátttöku
L.M.F.Í. í starfi samtakanna. Pá hefði hann tekið þátt í sameiginlegum fundi
forystumanna IBA og CCBE í Vín hinn 18. janúar sl. og í 21. ráðstefnu
formanna evrópskra lögmannafélaga í Vín 19. - 20. janúar.
Formaðurinn greindi frá störfum gjaldskrárnefndar L.M.F.I. og stjórnar
Námssjóðs L.M.F.Í. Kvað hann stjórn Námssjóðsins hafa ákveðið að breyta að
nokkru leyti úthlutunarstefnu sinni vegna minnkandi tekna sjóðsins. Meiri
áhersla yrði lögð á styrki til útgáfustarfsemi á sviði lögfræðinnar og annarrar
slíkrar starfsemi, sem kæmi að almennari notum fyrir lögmenn, en hætt yrði að
verulegu eða öllu Ieyti að styrkja einstaka félagsmenn til farar á ráðstefnur,
námsskeið og í framhaldsnám erlendis. Formaðurinn sagði síðan að stjórn
félagsins hefði stofnað fræðslunefnd og sett henni starfsreglur. Nefndina
skipuðu Andri Árnason, Þórunn Guðmundsdóttir og Ingólfur Hjartarson.
Hlutverk hennar væri að stuðla að aukinni menntun lögmanna m.a. með
námskeiðahaldi.
Formaðurinn reifaði ýmis atriði er varða félagið og félagsmenn, svo sem
viðræður við dómsmálaráðuneytið um þóknun til lögmanna fyrir réttargæslu-
störf og varnir í opinberum málum, verklagsreglur tryggingafélaganna, nýju
samkeppnislögin, annmarka á framkvæmd aðfararbeiðna, endurskoðun mál-
flytjendalaganna, gerð sjónvarpsþátta um lögfræðileg atriði o.fl.
Formaðurinn vék næst að CCBE. Gerði hann nokkra grein fyrir starfi og
174