Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Page 37
hefði þróunin síðustu ár verið þannig að slíkum málum hefði fjölgað frá ári til árs og þyrfti vart að nefna það hvílíkur baggi meðferð þessara mála væri á stjórninni og starfsemi félagsins í heild. Formaðurinn sagði að af þessum málum hefðu 32 verið felld niður, ýmist beint eða að undangengnu áliti stjórnar. Úrskurðir hefðu verið kveðnir upp í 8 málum og sérstakar álitsgerðir samdar í 3 málum. Frávísun hefðu sætt 1 mál og 3 hefðu verið afturkölluð. Ólokið væri 27 málum og væri það óvenjulega mikið, en þess bæri að geta að á fyrstu 3 mánuðum þessa árs hefðu um 20 mál borist stjórninni. Formaðurinn sagði að það hefði gerst fjórum sinnum á starfsárinu að úrskurðir stjórnarinnar hefðu verið kærðir til Flæstarétt- ar Islands. Ein kæran hefði verið dregin til baka, en í hinum þremur kærumálun- um hefði Hæstiréttur staðfest úrskurði stjórnarinnar með vísan til forsendna þeirra. Greindi formaðurinn frá því að félagsmenn væru 380 talsins, þar af 135 hæstaréttarlögmenn og245 héraðsdómslögmenn. Heiðursfélagi væri einn, Egill Sigurgeirsson, hrl. Formaður greindi frá því að stjórnin hefði veitt 37 umsagnir um málflutnings- leyfi. Stjórnin hefði breytt afstöðu sinni í umsagnarmálum og mæli ekki með útgáfu leyfis til lögfræðinga í annarra þjónustu nema þeir fáist við lögmannsstörf eða séu að hverfa að lögmannsstörfum. Stjórnin hefði og lagst gegn veitingu málflutningsleyfis til lögfræðings, sem hefði verið skráður fulltrúi hjá lögmanni, en hefði ekki verið það í raun samkvæmt upplýsingum þeim sem stjórnin hefði aflað. Dómsmálaráðuneytið hefði sem fyrr haft sjónarmið félagsstjórnarinnar að engu. Samtals hefðu verið gefin út 20 ný málflutningsleyfi í héraði og hefðu allir hinir nýju leyfishafar verið teknir í félagið. Að auki hefðu 10 nýjir félagsmenn bæst við. sem hefðu leyst til sín réttindi frá fyrri tíma. Formaðurinn gerði nokkra grein fyrir almennum félagsstörfum á starfsárinu. Hinn 12. júní 1992 var haldinn hádegsverðarfundur um stöðu lögmanna innan EES. Frummælandi var Lilja Ólafsdóttir, sendiráðunautur. Hinn 8. október 1992 var haldinn fundur um verklagsreglur tryggingafélaganna. Frummælendur voru Magnús M. Norðdahl, hdl., VilhjálmurH. Vilhjálmsson, hrl. og Viðar Már Matthíasson, hrl. Hinn 17. desember 1992 var haldinn jólafundur með Dómara- félagi íslands. Ræðumaður var Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra. Næst greindi formaðurinn frá því að hinn 22. maí hefði félagið haldið málþing ásamt Dómarafélagi Islands um Hæstarétt íslands. Þátttakendur hefðu verið 200. Hinn 5. febrúar 1993 hefði félagið tekið þátt í málþingi sem Félag Félagsráðgjafa hefði staðið fyrir ásamt fleiri um barnarvernd og fjölmiðla. Meðal framsögumanna hefði verið Hrefna Friðriksdóttir, hdl., sem hefði fjallað um viðfangsefnið út frá sjónarmiði lögmanns. Formaðurinn sagði að haldið hefði verið áfram réttarfarsnámskeiðum þeim 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.