Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Qupperneq 49
RIDDARINN SJÓNUMHRYGGI Björn Þ. Guðmundsson prófessor sendir ritstjórninni tóninn í grein í 4. hefti 42. árgangs tímaritsins á bls. 279. Ritstjórnin er Birni þakklát fyrir að hafa tekið áskorun hennar í ritstjórnargrein um mál og lög í 3. hefti 1992 um að leggja orð í belg og játar á sig að eiga skammir skyldar. Til að halda umræðunni áfram vill hún þó malda í móinn. í ritstjórnargreininni hafði myndun orðsins stjórnsýsluhafi verið gagnrýnd og rann þá Birni blóðið til skyldunnar. Hann leitaði rakleitt til yfirvaldsins, ritstjóra Orðabókar Háskólans. Meginatriðið í ritstjórnargreininni var að lögum yrði ekki komið yfir mál og að stjórnvöld hvorki gætu né ættu að reyna að koma böndum á málið; lög þess væru málvenjan og meginlögskýringargagnið málvit- undin. Ritstjórnin telur því málið ekki útrætt með úrskurði Orðabókarinnar. Ritstjóri hennar sér ekkert að myndun orðsins stjórnsýsluhafi. Ritstjórn TL hafði fundið það að orðinu að það særði málvitund vegna þess að ekki væri hægt að segja að stjórnvald hefði stjórnsýslu þótt segja mætti að það hefði hana með höndum. Orðabókarritstjórinn segir dæmi vera um margar samskonar samsetn- ingar. Hún nefnir þó aðeins orðið handhafi og tvö orð mynduð af því; handhafi sé sá sem hafi eitthvað í höndum. Eftir bestu vitund ritstjórnar er nafnorðið handhafi samheiti, ef ekki afkvæmi, danska orðsins ihændehaver-1 fornu máli var það lýsingarorð -. Orðið táknar í lögfræði rétthafa verðbréfs af tiltekinni tegund, handhafabréfs (ihændehaverpapir); hann hefur það í höndum, á rétt á því og á það venjulega. Ein merking sagnarinnar að hafa er að hafa eitthvað í varnaði sínum. Eignarrétturinn (proprietas) er ekki megineinkenni réttar- tengsla handhafans og bréfsins heldur eru réttaráhrifin bundin við varnaðinn (possessio). Þótt rétthafinn eigi ekki bréfið, á hann ráð á því og réttindunum sem það hljóðar um. Ekki verður sagt að neinn hafi stjórnsýslu eða hafi hana í höndum eða í varnaði sínum, eða að hann eigi rétt á henni þannig að ekki verður séð að sýnt hafi verið fram á að orðið stjórnsýsluhafi styðjist við viðurkennda orðmyndunarvenju. Ritstjórnin vill gjarna eigaífrekari ritdeilum viðBjörn og býður honum rými í blaðinu, hvort sem hann vill nota það til að skopast að henni, gera grein fyrir ný- yrðasmíði sinni, skoðunum á hugtakafræði lögfræðinnar eða rannsóknum á fræðasviði sínu. 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.