Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 10
þessum fræðigreinum. Magnús annaðist enn fremur kennslu í lögfræði í viðskiptadeild um árabil. I minningarorðum í Morgunblaðinu 8. júní 1993 lýsir Ármann Snævarr, senr var samkennari Magnúsar alla tíð, verkum hans í lagadeild m.a. á þessa leið: „Hinn ungi prófessor beitti sér frá fyrstu stundu af alefli að hinum vandasömu og viðamiklu verkefnum, er biðu hans. Var elju hans og starfsþoli við brugðið. Þrotlaust var unnið langt fram á nóttu. í þessu starfi lýstu sér vel eðliskostir hans, vinnusemi, vöndugleiki í hvívetna, samviskusemi og natni. Hann hafði ríka hæfileika til að sundurgreina og rökgreina erfiðar fræðisetningar og var fundvís á, hver veigur væri í þeim og hverjar veilur, þegar „öllu var á botninn hvolft“ og hismið greint frá kjarnanum.“ Magnúsi var annt um velferð stúdenta og reyndist nemendum í lagadeild vel, enda var hann góðviljaður og drenglyndur. Hafa ýmsir fyrrverandi nemendur hans oft á orði velvild hans í garð stúdenta. I nóvember 1970 lét Magnús af prófessorsembætti, en þá var hann skipaður hæstaréttardómari. Því starfi gegndi hann til ársloka 1987. Magnús var því mestan hluta starfsævi sinnar dómari að aðalstarfi eða í meira en 21 ár, þar af rúmlega 4 ár fulltrúi borgardómara. Er þá ekki talin með seta hans sem varadómara í Hæstarétti í yfir 200 málum. Magnús var tvisvar sinnum forseti Hæstaréttar, eða í alls fjögur ár, og önnur fjögur ár varaforseti réttarins. Þó að Magnús hyrfi til starfa í Hæstarétti innti hann af hendi störf í þágu lagadeildar til dauðadags. Hann annaðist embættispróf (fyrri og síðari hluta) í lagadeild fram í september 1971. Þegar á árinu 1972 var hann skipaður prófdómari við deildina. Var hann prófdómari óslitið eftir það við skrifleg og munnleg próf í sínum fyrri kennslugreinum og fleiri greinum fjármunaréttar, þangað til vorið 1993 að hann gat ekki sökum veikinda gegnt prófdómarastörf- um. Þegar lagastúdentar hófu aðsemjasérstakar lokaritgerðir 1975 eftir breyttri námsskipan, dæmdi hann þær ásamt umsjónarkennara hvers nemanda. Mun Magnús alls hafa lesið og dæmt um hátt í eitt hundrað lokaritgerðir, hina síðustu í febrúar 1993. Prófdómarastörf í háskóla eru umfangsmeiri og tímafrekari en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. Á þeim 20 árum, sem Magnús dæmdi prófúrlausnir og lokaritgerðir eftir að hann lét af embætti prófessors, varði hann geysintiklum tíma til þess. Lagadeild var mikill styrkur að þessu framlagi Magnúsar vegna þess að hér nýttist vel einstök lagaþekking hans og réttsýni. Störf prófdómara hvíldu oft þungt á Magnúsi, ekki síst meðan hann vann þau að kvöldlagi og unt helgar eftir erfiðan vinnudag í Hæstarétti. Hefði margur annar í hans sporum gefist upp og sagt prófdómarastarfi lausu, en vafalaust hefur skyldurækni hans og tryggð við lagadeild ráðið því að hann baðst ekki undan þessu verkefni fyrr en heilsan brást. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.