Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 46
FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS UM STÖÐU DÓMARA í EVRÓPU í júní 1992 efndu Dómarasamtök Portúgals til fundar um stöðu dómara í Evrópu. Á dómaraþinginu í Sevilla í september s.á. ákváðu evrópsku fulltrú- arnir þar að halda verkinu áfram. Kjörinn var vinnuhópur sex fulltrúa til verksins og samdi hann drög að reglum um stöðu dómara í Evrópu á fundi í Linz í Austurríki 19. og 20. nóvember 1992. Á fundi 16 dómara í Wiesbaden 20. mars 1993 var farið yfir uppkast vinnuhópsins og gerðar á því breytingar. Þannig var textinn sendur formanni Alþjóðasambands dómara, Abravanel frá Sviss, sem gerði sínar breytingar og dreifði textanum til væntanlegra fulltrúa á þingi alþjóðasambandsins í Sáo Paulo haustið 1993. Á fundi evrópsku fulltrúanna þar var ákveðið að halda sérstakan fund um málið og verður hann 12. mars 1994 í Vín. Drögin eru svohljóðandi, í íslenskri þýðingu, eins og þau komu frá fundinum í Wiesbaden: Vaxandi samvinna Evrópuríkja hefur leitt af sér vöxt löggjafarvalds og framkvæmdavalds, bæði innan ríkjanna og á sameiginlegum vettvangi þeirra. Auk þess hafa nýjar valdamiðstöðvar orðið til. Umskipti í stjórnmálum sums staðar í Evrópu undanfarið hafa staðfest að raunhæf greining ríkisvaldsins skiptir meginmáli um þrif réttarríkja. Pessa reglu verður að hafa í heiðri í hinu nána samstarfi í Evrópu. Sjálfstætt dómsvald er meginþáttur stjórnskipunar ríkja sem byggja á stjórn- lögum. Þessvegna er nauðsynlegt að styrkja dómsvaldið og trvggja þannig vernd einkahagsmuna gegn ágengni ríkisins og hagsmunahópa. Til að þessu marki verði náð verða dómarar í Evrópu að starfa saman og sýna þannig samstöðu sína um gæslu sameiginlegra hagsmuna. í þessu sambandi ber að líta á gundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði dómstóla sem lágmarksviðmið sem ekki verði slegið af. Að þessu athuguðu virðist nauðsynlegt að setja reglur um stöðu dómara í Evrópu sem endurspegli þessar sameiginlegu reglur. Með það í huga að dómsmálum er skipað með mismunandi hætti í Evrópu vegna mismunandi réttarfarshefða lýsa Sarntök evrópskra dómara hér með yfir að þau hafa sett sér eftirfarandi grundvallarreglur: 1. Sjálfstæði dómarans er ódeilanlegt. Öllum handhöfum opinbers valds í ríkjunum og á sameiginlegum vettvangi þeirra ber að virða, vernda og verja þetta sjálfstæði. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.