Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 3
TÍMARIT 4) 4^ LÖGFRÆÐINGA 4. HEFTI 43. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1993 LÖGFESTING MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA. Um þessar mundir er frumvarp til laga um lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu til þriðju umræðu á Alþingi og alit bendir til að þaó veröi samþykkt." I frumvarpinu er lagt til að Samningur um vemdun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 með áorðnum breytingum og vióaukum fái lagagildi hér á landi frá og meó gildistöku laganna. Frumvarp þetta er samið af nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hinn 8. júlí 1992, en henni var falið að kanna hvort tímabært væri að lögfesta hér á landi ofangreindan sáttmála, sem venjulega er nefndur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Nefndinni var hinsvegar ekki falið að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að lögfesta ákvæði annarra alþjóðasamninga um mannréttindi, sem íslenska ríkið hefur gerst aðili að, og því fjallaði nefndin ekki sérstaklega um þaö. Enn er því órætt hvort rétt sé aö halda starfi þessu áfram og lögfesta hér á landi með sama hætti aðra alþjóðasamninga um mannréttindi sem ísland á aðild að. Líklegt er að ein helsta ástæða þess, að dómsmálaráðherra lagði áherslu í byrjun á lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu sé sú, að sá samningur á sér lengsta sögu og jafnframt þekkja menn best til hans og á það jafnt við um lögmenn og dómara og almenning allan. Ástæða þessa eru einkum þrjú mál, sem fóru til Strassborgar héðan og fjölluðu um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, tjáningarfrelsi og neikvætt félagafrelsi á sviði leigubílstjórafélags. I þessum þremur tilvikum höfðu kærendur sín mál fram og lauk því fyrsta með sátt, en hinum með dómi. Hafa mál þessi öll vakið mikla athygli og opinberar umræður og deilur. Umræður þessar hafa því miður veriö á þröngu sviði og ekki leitt til almennrar frjórrar umræðu um mannréttindi. I) 13.04.1994 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.