Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 5
réttindi er að finna í 6. - 15. gr. Viðurkenndur er réttur til vinnu, réttur til
sanngjamra og hagstæðra vinnuskilyrða, réttur til að stofna stéttarfélög og
verkfallsréttur, réttur til félagslegs öryggis, réttur til fjöskylduaðstoðar og
fjölskylduverndar, réttur til viðunandi lífsafkomu, réttur til að njóta líkam-
legrar og andlegrar heilsu, réttur til menntunar og réttur til að taka þátt í
menningarlífi og til að njóta ábata af vísindalegum framförum. Samkvæmt 2.
gr. samningsins tekst aðildarríki á hendur að gera þær ráðstafanir, sem það
frekast megnar með þeim ráðum sem því eru tiltæk, í því skyni að réttindi
þau sem viðurkennd eru í samningnum komist í framkvæmd í áföngum með
öllum tilhlýðilegum ráðum, þar á meðal sérstaklega með lagasetningu.
Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um gildi þess að lögfesta mannréttinda-
ákvæði á sviði efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Rök
sem fram hafa verið borin gegn lögfestingunni eru m.a þau, að í slíkum
mannréttindasamningum felist markmiðslýsingar, sem séu svo óljósar og lítt
skilgreindar, að ekki sé unnt að beita þeim í dómsmálum. Ennfremur hefur
verið á það bent að í slíkum samningum séu ekki ákvæði um kærurétt einstakl-
inga eða ríkja til alþjóðlegs úrskurðaraðila sambærilegan þeim sem gildir t.d.
eftir Mannréttindasáttmála Evrópu og Alþjóðasamningi um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi.
Við slíkri gagnrýni eru ýmis svör. í íslenskri löggjöf er að finna margvíslegar
markmiðslýsingar og má nefna sem dæmi ákvæði 1. gr, samkeppnislaga nr.
8/1993 og 2. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Sumum ákvæðum Alþjóða-
samnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi verður ekki
síður framfylgt fyrir dómstólum en ákvæðum í þjóðréttarsamningum um borg-
araleg og stjórnmálaleg réttindi. Dæmi um það eru ákvæðin í 3. gr. um jafnrétti
kvenna og karla, 8. gr. um stéttarfélög og verkföll, gr. 10.3 um vemd barna
m.a. í atvinnulífinu, gr. 13.2.a um skyldu til grunnskólanáms án endurgjalds,
gr. 13.3 um rétt foreldra til að velja skóla fyrir börn sín og gr. 13.4 um bann
við takmörkunum á frelsi einstaklinga og samtaka til að stofna skóla. Ekki
verður fallist á að skortur á kæruheimildum til alþjóðlegra úrskurðaraðila dragi
úr gildi lögfestingar samningsins og er þá m.a. haft í huga að á íslandi er
þegar að finna löggjöf og úrlausnir dómstóla á sviði samningsins, sem hann
yrði til uppfyllingar. Með lögfestingunni gætu aðilar dómsmála hvað sem öðru
líður vitnað til ákvæða samningsins og borið þau fyrir sig. Jafnframt væri
lögfesting þessa samnings til þess fallin að leggja áherslu á að þeir tveir
flokkar réttinda sem hér hafa verið nefndir eru óaðskiljanlegir. Þá skal á það
minnt, að í 2. gr. samningsins er lögð skylda á samningríki til löggjafarathafna,
enda þótt fyrivari sé um „available resources“ og framkvæmd í áföngum.
Um þetta segir í yfirlýsingu Heimsráðstefnunnar um mannréttindi í Teheran
1968:
Since human rights and fundamental freedoms are indivisible, the full
realization of civil and political rights without the enjoyment of
economic, social and cultural rights is impossible.
3