Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 11
Björn Bjarnason
er alþingismaður
Björn Bjarnason:
LÖGFESTING MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA
EVRÓPU OG BREYTING Á RÉTTARFARS-
ÁKVÆÐUM HANS.
Grein þessi er að stofni til byggð á erindi, sem fhitt var á fundi Lögfrœð-
ingafélags Islands 23. september 1993 um frumvarp til laga um lögfestingu
Mannréttindasáttmála Evrópu. Kaflinn um réttarfarsákvœði sáttamálans
byggist á gögnum, sem voru lögð fram á þingi Evrópuráðsins í janúar 1994.
Þegar Alþingi samþykkti aðild íslands að Evrópuráðinu 1950 urðu ekki
miklar deilur um málið á þingi. Aðildin var að vísu ekki samþykkt samhljóða
því að þingmenn Sósíalistaflokksins töldu hana óþarfa. Var því einkum borið
við, að hún yrði þjóðinni fjárhagsleg byrði og menn hefðu við nóg annað að
sýsla en sinna alþjóðlegu samstarfi af þessu tagi, auk þess sem litlar Iíkur
væru á því að nokkurn tíma yrði nokkur árangur af starfi Evrópuráðsins.
Þegar tillagan um fullgildingu mannréttindasáttmála Evrópu var borin fram
á Alþingi 1951 urðu ekki heldur miklar umræður. Þeir sem vildu, að ísland
væri í ráðinu, litu þannig á, að það væri sjálfsagt og eðlilegt fyrir íslendinga
að gerast aðilar að þessum sáttmála. Þáverandi dóms- og utanríkisráðherra
sagði, þegar hann kynnti þingheimi sáttmálann, að fyrsti kafli hans, þar sem
mannréttindin eru tíunduð, væri engin nýjung á Islandi, því að þar væru talin
upp þau réttindi, sem borgararnir hefðu þegar notið og talin væru sjálfsagður
þáttur í verndun íslenskra borgara gegn ofurvaldi ríkisins eða ásælni af annarri
hálfu.
I þessum orðum felst almennt mat á réttarreglum íslenska ríkisins. Þau
byggjast á því viðhorfi, að íslendingar skipi sér menningarlega og stjórnmála-
lega með ríkjunum, sem stofnuðu Evrópuráðið á sínum tíma. Við viljum geta
skilgreint okkur sem íslendinga, norræna menn, Evrópuþjóð, og Vestur-
9