Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 34
bandalagsins er t.d. ákvæði um að stjórn eigi að kveðja til hluthafafundar ef helmingur hlutafjár er tapaður eða meira og ráðgast við hluthafa um það til hvaða aðgerða skuli gripið. Saga félagaréttarins er ekki aðeins hluti af hagsögu og menningarsögu síðustu alda. Hún er líka hluti almennrar sögu, þar sem sérdrægni og ófull- komleiki mannsins er í forgrunni. Óskir um mikinn hagnað fyrir lítið framlag og sem minnsta ábyrgð er það sem ráðið hefur gerðum allt of margra. Það er því eins og að sjá sólskinsblett í heiði að lesa rök Benedikts á Auðnum fyrir því að félagsmenn í hverri kaupfélagsdeild ættu að vera ábyrgir einn fyrir alla og allir fyrir einn því það myndi stuðla að meiri varkárni í viðskipt- um. (Sveinn Skorri Höskuldsson: Benedikt á Auðnum. Rvk. 1993.) PERSÓNA AÐ LÖGUM Hlutafélög eru meðhöndluð sem persónur að lögum eða juridískar persónur. Þetta kemur fram í ýmsum myndum, þau geta verið aðilar að dómsmálum, sérstakir skattgreiðendur, eigandi að alls konar réttindum o.s.frv. Þessi eiginleiki hlutafélaga kemur víða fram í hlutafélagalögunum. Þessi hugsun, að óáþreifanlegur hlutur geti átt réttindi og borið skyldur er eldri en hugmyndir og löggjöf um hlutafélög. Það elsta sem við þekkjum úr okkar sögu er kirkjan og ýmsar stofnanir henni tengdar. Klaustrin stóðu t.d. í ýmsum veraldarumsvifum enda hefðu þau ekki getað þrifist ef svo hefði ekki verið. Þetta hugtak, lögpersóna, hefur eingöngu verið fundið upp af hagkvæmnisástæðum. Bæði er það að einfaldara er fyrir viðskiptalífið að líta svo á að þarna sé einn óháður aðili að starfa en að hluthafamir séu að verki. Að hinu leytinu er svo einfaldara að koma böndum á félögin ef líta má á starfsemi þeirra út af fyrir sig en ekki í tengslum við hluthafana sjálfa. Það gerðist reyndar í sambandi við svokallaðan stóreignaskatt að þessu varð öfugt farið. í 4. gr. laga nr. 44/1957 er t.d. svo að orði komist: Hreinum eignum félaga reiknuðum skv. ákvæðum laga þessara, skal skipt niður á eigendur félaganna í réttu hlutfalli við hlutafjár- og stofnfjáreign þeirra hvers um sig... Sú réttarregla að meðhöndla beri hlutafélög sem lögpersónur er því ekkert náttúrulögmál og takmarkast af löggjöfinni eins hún er á hverjum tíma. TAKMÖRKUÐ ÁBYRGÐ Þótt reglan um takamarkaða ábyrgð hluthafa á fjárhagsskuldbindingum hlutafélaga hafi ekki raunhæfa þýðingu nema við gjaldþrotaskipti er hún bæði sögulega og praktískt einn af hornsteinum hlutafélaga. Á pappírnum er reglan um takmarkaða ábyrgð mjög einföld. Hluthafar verða ekki krafðir um nein fjárframlög fram yfir hlutafé sitt og hlutafjárframlög. En alltaf geta komið upp takmarkatilfelli. Verið getur að upp komi grunur um að hlutafélag hafi verið stofnað að einhverju eða öllu leyti í blekkingaskyni. Þá kemur upp sú spurning hvort eigi nokkuð að taka mark á hlutafélagalögunum 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.