Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Síða 41
Kröfuhafa, sem sér fram á vaxandi fjárhagsörðugleika skuldara, varðar það miklu að fá fullnustu kröfu sinnar með einum eða öðrum hætti. Jafnframt getur verið að skuldari, sem þannig er ástatt um, óski frekar að efna tilteknar skuldbindingar untfram aðrar. Ástæður þess gætu til dæmis verið, að skuldar- inn væri á einhvern hátt háður kröfuhafa eða honum tengdur. I samræmi við þetta kynnu aðilar að sættast á, að krafa yrði efnd með öðrum og handbærari greiðslueyri, en upphaflega var lagt til grundvallar að yrði notaður. Greiðslur með þessum hætti, sem ætla má að stafi af fjárhagsörðugleikum skuldara, eru alnrennt varhugaverðar og ekki í samrænri við grundvallarreglu gjaldþrota- skipta um jafnræði kröfuhafa. Af þessum sökum er mælt fyrir um heimild í gjaldþrotaskiptalögum til að rifta greiðslum með óvenjulegum greiðslueyri.1 Sá greiðslueyrir, sem aðilar lögðu til grundvallar að yrði notaður í upphafi, er venjulegur greiðslueyrir. Einnig hefur verið talið, að greiðsla með peningum sé jafnan venjulegur greiðslueyrir, enda þótt aðilar hafi samið um að greiða ætti með öðrum verðmætum. Byggist það á því að kröfum, sem ekki er unnt að efna samkvænrt aðalefni sínu, ber að umbreyta í peningakröfu. Getur því greiðsla með peningum tæplega talist óvenjulegur greiðslueyrir. Þá kann að vera að annar greiðslueyrir, en upphaflega var lagður til grundvallar, verði ekki metinn óvenjulegur, ef fyrir liggur, að ástæður þessa verða ekki raktar til fjárhagsörðugleika skuldara. Því getur skipt máli hvort viðtakandi hafði sérstaka þörf fyrir tiltekinn hlut eða hvort hann veitti hlutnum viðtöku vegna þess, að skuldari gat ekki greitt með umsömdum greiðslueyri. Ef krafa lánardrottins um greiðslu peningafjárhæðar er efnd með því að skuldari lætur af hendi önnur verðmæti, eins og til dæmis fasteign eða lausafé, þar nreð talið fjárkröfu skuldara á hendur þriðja manni, hefur almennt verið talið, að um óvenjulegan greiðslueyri sé að ræða. Þá verður einnig almennt að telja óvenjulegan greiðslueyri þegar krafa til annarra verðmæta en peninga er hvorki efnd með umsömdum greiðslueyri né peningum, heldur öðrum verðmætum. Þegar krafa er greidd með greiðslueyri, sem ætla má að teljist óvenjulegur, reyna aðilar gjarnan að klæða þessi viðskipti öðrum bún- ingi en að verið sé að greiða skuld, svo sem að um kaup á hlut sé að ræða og að kaupverðið greiðist með því að krafa á hendur skuldara falli niður. Slíkt hefur ekki þýðingu, heldur hvort í raun og veru sé verið að greiða skuld. í L mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir, að unnt sé að rifta greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag, sem greidd var með óvenjulegum greiðslueyri, „nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.“ Af þessu má ráða, að þótt almennt sé um óvenjulegan greiðslueyri að ræða, nái krafa um riftun ekki fram að ganga, ef einhverjar sérstakar aðstæður leiða til þess, að greiðslan telst venjuleg eftir atvikum. í þessu sambandi skiptir ntáli, hvort sýnt sé fram á, að viðskipti aðila séu í samræmi við almenna venju í einhverj- um tilteknum viðskiptum. Þá getur einnig haft þýðingu, hvort aðilar hafa áður 1 Mogens Munch: Konkursloven, 6. útgáfa, bls. 438. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.