Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 54
Norrænt dómaraþing Norrænt lögfræðingaþing var haldið í Kaupmannahöfn 18. til 20. ágúst. Svo sem venja er var í tengslum við þingið haldið norrænt dómaraþing og fór það fram þann 17. ágúst. Stjórn danska dómarafélagsins sá um undirbúning þingsins en formenn félaganna höfðu lagt grunninn að dagskrá er þeir hittust í Wiesbaden. Á þinginu var tekið fyrir efnið: Samband dómstóla og stjórnsýslu. Fluttu fulltrúar allra landanna erindi um efnið en af hálfu íslands kom það í hlut formanns. Að framsöguerindum loknum voru pallborðsumræður. Þingið sóttu um 60 dómarar þar af 5 frá Islandi. Heimsókn formanns danska dómarafélagsins Á stjórnarfundi Dómarafélags íslands þann 4. mars 1993 var samþykkt að bjóða Claus Larsen, formanni Dómarafélagi Danmerkur hingað til lands á vegum félagsins. Rétt þótti að miða heimsóknina við þau tímamót þegar hinir nýju dómstólar, sem settir voru á stofn með réttarfarsbreytingunni 1. júlí 1992, hefðu starfað í eitt ár. Tilgangur stjórnarinnar var að hafa frumkvæði að umræðu um stöðu dómstólanna í héraði, innra fyrirkomulag þeirra og afköst. Claus Larsen þekktist boðið og kom hann ásamt Agnete konu sinni til landsins miðvikudaginn 7. júlí. Claus Larsen hefur starfað sem forstöðumaður dómstólsins (administrerende dommer) á Friðriksbergi. Þá hefur hann um 5 ára skeið verið formaður Dómarafélags Danmerkur. Ferð þessa bar upp á merk tímamót í lífi, þar sem honum var nokkrum dögum fyrir ferðina tilkynnt að hann hefði verið skipaður dómsstjóri Borgardóms Kaupmannahafnar frá 1. september 1993 þegar N. C. Bitsch lét af störfum fyrir aldurs sakir. Samtímis lét Claus Larsen af störfum sem formaður dómarafélagsins þar sem venja mun vera að sami maður gegni ekki báðum þessum stöðum í senn. Tími sá sem gestimir dvöldu hér var vel nýttur. Claus Larsen heimsótti fyrst Héraðsdóm Reykjaness þar sem dómstjórinn Ólöf Pétursdóttir tók á móti honum ásamt nokkrum dómurum. Voru húsakynni dómsins skoðuð og síðan var tekið til við að ræða skipulag dómstólsins og rýnt í tölur um málafjölda og afköst. Að lokinni þeirri heimsókn var haldið í Hæstarétt íslands þar sem varaforseti réttarins Hrafn Bragason tók á móti gestum og skýrði frá starfseminni. Viðstaddir voru flestir hæstaréttardómaranna ásamt Stefáni Má Stefánssyni prófessor sem sat fundinn sem meðlimur réttarfarsnefndar. I Héraðsdómi Reykjavíkur tók dómstjórinn Friðgeir Bjömsson á móti gestum ásamt nokkrum dómurum og skrifstofustjóra dómsins Sigurði Tómasi Magnússyni. Var þar skipst á skoðunum um margvísleg málefni. Hafði Claus Larsen margs að spyrja um réttarfar, reglur um skipun dómara, fjárveitingar til dómsins o. fl. Claus Larsen heimsótti síðan Héraðsdóms Vesturlands þar sem Hervör 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.