Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 64

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 64
nefnd. Hún kveðst telja að lögmennska, seta á Alþingi, stjómsýslustörf og rekstur fyrirtækja séu meðal þess sem ekki komi til greina að dómarar hafi með höndum samhliða dómstörfum; ekki sé nóg að vemda hlutleysi dómara, heldur verði einnig að gæta þess að umfangsmikil aukastörf komi ekki niður á dómarastarfinu. í því sambandi bendir Hrafn á álitsgerðir sem dæmi um störf sem að jafnaði verði ekki talin umfangsmikil, en kennslu sem gagnstætt dæmi. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari í Reykjavík kveðst hafa setið í Bamaverndarráði, en lögin um vernd bama og ungmenna geri beinlínis ráð fyrir því að formaður fullnægði skilyrðunt til að vera skipaður héraðsdómari, hann þurfi að gæta þess að fylgt sé réttum formreglum, flókin úrlausnarefni séu lögð fyrir ráðið, reyndur dómari sé því betur fallinn til að stýra ráðinu en hver annar. Valtýr telur dómara eiga og mega hafa aukastörf með höndum; skýrar reglur þurfi til að auðvelda dómurum að stunda þau. Hann beinir nú umræðunni að sýnilegu sjálfstæði dómara. Steingrímur segir að af orðum Olavs Laake megi ráða að í Noregi ríki óskráðar reglur sem dómarar hafi á tilfinningunni og fari eftir án þess að þurfa að láta aðra útskýra fyrir sér hvað sé við hæfi og hvað ekki; hér ætti þetta að vera eins þannig að þeir einir veldust til dómarastarfa sem hefðu til að bera þá menningu að ekki þyrfti að setja yfir þá stofnanir til að se&ja þeim að gæta sóma síns; dómarar hafi horfið af Alþingi án lagabreytinga þegar sú stund rann upp í þroskaferli þjóðarinnar að ekki var lengur við hæfi að löggjafarvald og dómsvald tengdust með þeim hætti þótt það hafi þótt sjálfsagt áður; þegar lögmenn verði dómarar hætti þeir auðvitað að gegna lögmanns- störfum en slíti kannski ekki öll tengsl við lögmannsstofu, sem geti haft mikla þýðingu ef menn vilji snúa aftur til fyrri starfa; verulegur munur sé á að eiga hlut í fyrirtæki og að stjórna því og reka. Hrafn minnir á á að dómarar í Hæstarétti verði að hafa starfsöryggi og að nauðsynlegt sé að tryggja það. Eggert Óskarsson, héraðsdómari í Reykjavík, víkur að lögfræðilegum álitsgerðum og beinir þeirri spurningu til Hrafns hvort menn geti t.d. fremur unnið að þeim með öðrum t.d. í Lagastofnun. Hrafn svarar þessu neitandi og kveðst hafa gert þetta í einhver skipti í héraðsdómaratíð sinni, í eitt skipti hafi t.d. mál verið lagt fyrir borgardóm þar sem reyndi á álitsgerð sem hann hafði átt aðild að; eftir á að hyggja hafi honunt ekki þótt rétt að dómari veitti slíkt álit; háskólakennarar ættu einnig að forðast að veita álit á óútkljáðum deilumálum; eðlilegra væri að dómarar og lagakennarar samþykktu að taka sæti í gerðardómum; þróun þessara mála sé ekki komin eins langt á veg hér og í Noregi og Danmörku; setja þyrfti reglur, en hafa þær rúmar; gera þyrfti ráð fyrir að nýskipaðir dómarar þyrftu tíma til að fullnægja skuldbindingum sem þeir hefðu gengist undir. Olav kveður siðareglur hafa verið ræddar í stjóm sænska dómarafélagsins, 62

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.